Hið skemmtilega miðnæturmót Arctic Open fer fram dagana 20-23 júní næstkomandi á Jaðarsvelli á Akureyri.

Mótið verður veglegt í ár jafnt sem síðustu ár, mikill fjöldi erlendra gesta er að koma og verður án efa glatt á hjalla. Nokkrir af bestu kylfingum landslins verða með, og gefur það skemmtilegan blæ, eins og sýndi sig í fyrra þegar hörkukeppni var háð á milli sterkra manna og má þar nefna Björgvin Sigurbergsson sem fór með sigur af hólmi. Reyndar skyggir það örlítið á að GSÍ gat ekki sýnt sóma sinn í verki frekar en endranær þegar þeir setti Toyotamótaröðina á um sömu helgi eða 23-24 í Hafnarfirði. Eyðileggur það fyrir mótshöldurum sem hafa verið að reyna að byggja upp jafnt skemmtilegt og sterkt mót.

Svo er bara að bíða og sjá hver stendur uppi sem sigurvegari í ár, og vonandi mæta sem flestir kylfingar norður yfir heiðar.

Quadro