Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Leeds skoruðu eftir 11 og 35 sekúndur. (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það var svo sannarlega skemmtileg umferð í ensku deildinni í dag. Alls voru skoruð 23 mörk í 8 leikjum. Baráttan um evrópusæti harðnar enn og á eflaust ekki eftir að ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Sunderland, Leeds og Ipswich sigruðu sína leiki og setja þannig pressu á Arsenal og sérstaklega Liverpool sem leika á morgun. Chelsea tapaði fyrir Sunderland 2-4 á heimavelli og misstu þar með af lestinni í baráttu um evrópsæti, í bili a.m.k. Ipswich vann góðan útisigur 0-1 West Ham og virðist...

Ferguson vill að Beckham hvíli sig út mánuðinn. (10 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Alex Ferguson á að hafa sagt Beckham að hvíla sig út mars mánuð til að hann geti náð þeim ferskleika í leik sinn sem Man. Utd þarfnast til að geta unnið meistaradeildina. Beckham sem að mínu mati var að spila sinn besta fótbolta á ferlinum í byrjun þessa tímabils alveg fram að áramótum hefur dalað mikið og virkar þreyttur. Hann kemst ekki í eins góðar stöður á kanntinum og sjáum við því mikið færri góðar fyrirgjafir frá honum en við eigum að venjast. Ég held að það sé mjög sniðugt hjá...

Graham rekinn. (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Tottenham hefur rekið framkvæmdarstjóra sinn George Graham og ætti það ekki að koma neinum á óvart! Tottenham hefur spilað leiðinlegan og slakan fótbolta undir stjórn hans og er það mikið gleði efni að hann sé látinn fara og vona ég að hans dagar sem framkvæmdarstjóra í efstu deild á Englandi séu taldir. Líklegt þykir að Glenn Hoddle taki við af Graham og einnig hefur Vialli verðið nefndur líklegur.

Styttist í Berger. (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það fer að styttast í að hinn stórkostlegi leikmaður Patrik Berger hefji leik á ný með Liverpool. Hann varð reyndar að draga sig út úr varaliði þeirra vegna bólgu í hné, en hann er samt jákvæður á að hann geti leikið fyrir varaliðinu í næstu viku. Berger segist reyndar vera svektur á að geta ekki leikið með landsliði Tékka í næstu viku og segist vera vonsvikinn yfir því. Berger hefur æft síðastliðnar tvær vikur með aðalliði Liverpool og á hann eftir að vera mikill fengur fyrir Liverpool á...

Hvaða lið verður bikarmeistari? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði

Hvaða lið verður bikarmeistari? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði

Wycombe og Arsenal í undanúrslit. (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Arsenal sýndi styrk sinn þegar þeir tóku á móti Blackburn á Higbury í dag. Þeir voru komnir í 2-0 eftir 5 mín. með mörkum Wiltords og Adams og leikurinn var í raun búinn! á 39. mín bætti Pires við 3. markinu og þar við sat. Bæði lið áttu möguleika á að setja fleiri mörk en inn vildi boltinn ekki og öruggur sigur Arsenal í höfn. Miðað við framistöðu þeirra í leiknum er ekki ólíklegt að þeir taki bikarinn og vonandi mæta þeir Liverpool í úrslitaleik, en það ætti að vera mjög spennandi og jafn...

Gjaldfrjáls tilraunartími með GPRS hjá Símanum (12 álit)

í Farsímar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Síminn býður takmörkuðum fjölda viðskiptavina að taka þátt í reynsluverkefninu - þráðlaus gagnaflutningur í farsíma með aðstoð GPRS-tækninnar. Með þráðlausum gagnaflutnings samskiptum er hægt að fara inn á fréttasíðu, safna gögnum og vera samtímis í talsíma sambandi. Síminn tekur á móti símhringingum þó gagnaflutningur sé í gangi, en gagnaflutningurinn er settur á bið meðan á símtali stendur. Aðgengi að WAP verður töluvert öðruvísi en áður hefur þekkst, en með GPRS-símtækinu verður hægt að...

Slúður fyrir helgina. (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það virðist sem enska pressan eigi í einhverjum vandræðum með að ná sér í góðar fréttir þessa dagana og má kannski segja að þeir séu með timburmenn eftir lætin í Evrópukeppnum vikunar. Ég segi þetta vegna þess að það er margar skemmtilegar slúðursögur í gangi núna og langar mig aðeins að kíkja á þær. Slúðurblöðin reyna að halda því fram að hinn tvítugi sóknarmaður Leeds Alan Smith sé óánægður með þann samning sem Leeds hefur boðið honum og tala um að hann vilji tvöfalt hærri laun en Leeds...

Mætir sókn með sókn! (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Gerard Houllier hefur lofað að mæta Porto í kvöld með öflugum sóknarleik. Houllier talar um að Porto sé mjög sterkt sóknarlið sem leggur mikið uppúr því að sækja og ef hann stendur við loforð sitt má búast við mjög skemmtilegum leik í Portúgal í kvöld. Það má búast við því að Owen fái að byrja inná og eru bundnar miklar vonir við að hann endurtaki leikinn frá því í Róm þar sem hann skoraði tvö mörk. Owen þykir bestur þegar mikið liggur við og stendur sig oft best á stórasviðinu. En það þarf...

Radebe meiddur og Meistardeildin (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það sem ég hugsaði fyrir leik Leeds og Real Madrid í Madrid var það að ég vildi ekki að neinn meiddist í þessum leik, þar sem hann skipti engu máli (bæði lið komin áfram). Sigur í þessum leik fannst mér ekki skipta máli enda geri ég ekki mikinn greinamun á liðunum sem lenda í efsta og öðru sæti í riðlunum eins og sést á því að Man. Utd og Arsenal verða væntanlega í öðru sæti og einnig Milan ef þeir komast áfram. Þau lið sem komast í átta liða úrslit eru öll mjög sterk og ættu í raun öll að...

Brýtur Chelsea ísinn? (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Chelsea hefur ekki enn tekist að sigra á útivelli í deildinni á þessu tímabili, en þeir sækja vængbrotið lið West Ham heim í kvöld. Það vantar marga lykilleikmenn í West Ham og má þar nefna Cole, Carrick, Kanute og Moncure. Di Canio kemur aftur inn í liðið eftir að hafa missta af tapleiknum gegn Arsenal um síðustu helgi. Það má búast við því að Eiður spili í kvöld þar sem Zola er með vott af flensu. Ég held að Chelsea eigi eftir að koma á óvart og vinna West Ham í kvöld, fyrst og fremst...

Leeds-Real Madrid (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Eins og alltaf þegar Real Madrid spilar var þessi leikur frábært skemmtun, fullt af mörkum og illa nýttum færum en leikurinn fór 3-2 fyrir heimamenn í Madrid og mega þeir vera ánægðir með að geta hangið á sigrinum en Leeds liðið spilaði mjög vel í þessum leik. Það skyggir reyndar mikið á sigur Real að þegar Raul skoraði fyrsta mark sitt í leiknum, en hann gerði tvö, þá gerði hann það með hendinni og er óhætt að segja að Maradonna geti verið stoltur af pilt en þetta hefur ekki verið gert eins...

Hasselbaink á förum á ný? (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Svo getur farið að Jimmy Floyd Hasselbaink fari á ný til Madrid en sögusagnir herma að Real Madrid sé tilbúið að bjóð 20 milljónir punda í framherjan. Þrátt fyrir að lið Madrid sé stjörnuprýtt og ráði yfir mikilli breidd, þá má alveg taka undir það að þá vanti eins og einn mikinn markaskorara en Hasselbaink hefur sannað að það er hann. Hann var markahæðstur á Englandi með Leeds fyrir tveim árum og markahæðstur á Spáni með Atletico Madrid í fyrra. Enginn efast um hæfileika Hasselbaink, en mín...

Dómaraskandall. (13 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jæja það er ekki hægt að segja að leikur Leeds og Man. Utd. hafi valdið miklum vonbrigðum. Leeds voru mikið sterkari aðillinn í leiknum og voru rændir af slökum dómara leiksins og enn slakari aðstoðardómurum. Eftir að hafa sótt frá fyrstu mínútu leiksins fengu Leeds vítaspyrnu á silfurfati eftir að tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Barthez sparkaði Ian Harte niður í markteignum eftir að Man. Utd höfðu sparkað boltanum í burt og einhverra hluta vegna...

Brian Kidd hækkaður í tign. (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Brian Kidd hefur verið hækkaður í tign hjá Leeds. Hann hefur verið aðalþjálfari unglingaliðsins, en hefur verið gerður að aðalþjálfara aðalliðsins. Kidd mun því starfa með Eddie Gray sem hefur verið þjálfari aðalliðsins og David O´leary mun að mestu hverfa frá þjálfun liðsins. O´leary mun draga sig til baka og sjá um mannlega þáttinn í þjálfun liðsins og auðvitað stilla liðinu upp fyrir leiki. Ástæða þess að Kidd var hækkaður í tign segir O´leary að sé vegna þess að það sé ekki betri...

Staðreyndir fyrir stórleikinn á morgun. (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Í tilefni stórleiks Leeds og Man. Utd. hef ég komið höndum yfir ýmsar staðreyndir og tölfræði er varðar leiki þessa liða síðustu ár og langar mig að deila henni með ykkur. Gengi liðanna í síðustu 10 leikjum í deildinni. Leeds Utd LDWLWWWDDW Man Utd WWDWWWWWDW Leikir liðanna á Elland Road síðan í ágúst 1993 8.2.93 Leeds 0, Man Utd 0 27.4.94 Leeds 0, Man Utd 2 (Kanchelskis, Giggs) 11.9.94 Leeds 2 (Wetherall, Deane), Man Utd 1 (Cantona p) 24.12.95 Leeds 3 (McAllister p, Yeboah, Deane), Man Utd...

Ruud Van Nistelrooy komin af stað á ný. (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ekki er talið ólíklegt að Man. Utd. reyni aftur að næla sér í Nistelrooy en hann spilaði sinn fyrsta leik eftir 11 mánaða meiðsli í gær og skoraði hann tvö mörk. Þeir sem sáu leikinn segja að Nistelrooy sé langt frá því að vera kominn í leikæfingu og mörkin tvö sem hann skoraði voru ekki hans fallegustu, pot af 3 metra færi, en að maður sem hefur ekki leikið alvöru leik í ellefu mánuði og er í engu formi skori tvö mörk segir sitt um geta leikmannsins við að koma boltanum í netið! Leikurinn...

Verður George Graham rekinn? (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Nýjir eigendur Tottenham héldu fund með Graham þar sem honum var m.a. sagt að hann hefði ekki náð nógu góðum árangri með Spurs. Þeir segja að hann hafi eytt töluvert að peningum og þeir vilji fara að sjá árangur og það sem allra fyrst annars verði hann að víkja. Honum var jafnframt sagt að það sé ekki á döfinni að selja neina leikmenn sem hann vill halda hjá félaginu. Það er greinilegt að nýjir eigendur Tottenham ætla sér stórahluti. Ég persónulega sé reyndar ekki að það sé björt framtíð hjá...

Frábær byrjun Erikson (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er ekki hægt að segja annað en Sven Göran Erikson hafi byrjað frábærlega með enska landsliðið. 3-0 sigur gegn mjög sterku liði Spánar og það virtist engu máli skipta hverja Erikson setti inná allir stóðu sig vel. James og Martyn skiptu með sér hálfleikum í markinu og stóð Martyn sig sérlega vel, en James þurfti aldrei að sýna hvað í sér býr. Það kemur fyrst og fremst vegna frábærs varnarleiks hjá Englendingum, og það sérstaklega í fyrri hálfleik þegar Sol Campell og Rio Ferdinand héldur...

Enskir ungliðar ofmetnir? (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Breskir fjölmiðlar tala mjög mikið um það þessa dagana hve mikið er af efnilegum ungum enskum leikmönnum. En er enska pressan að ofmeta stöðuna? Ef eitthvað er að marka leika Englands og Spánar hjá leikmönnum undir 21 árs aldri þá er svarið hiklaust já! Spánn vann 4-0 og áður en þeir skorðu fyrsta markið eftir 13 mínútur var markvörður Englands búinn að verja vel í tvígang úr dauðafærum. Miðherjapar Englands í fyrrihálfleik Terry(Chelsea) og Barry(Aston Villa) voru leiknir sundur og saman....

Beckham fyrirliði! (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Sven Göran Erikson hefur valið David Beckham sem fyrirliða fyrir landsleikinn við Spán á morgun. Erikson talaði um að hann gæti ekki lofað Beckham því að hann yrði fyrirliði til lengri tíma en hann ætti eftir að kynnast leikmönnunum betur og hann hafði ákveðið að Beckham yrði fyrirliði vegna þess að hann teldi að hann gæti þroskað hjá sér forystu hæfileika og að hann hefði staðið sig vel sem fyrirliði gegn Ítölum í Róm. Hann segir að Paul Scholes hafi mætt til æfinga og ætti að getað spilað...

U21 landslið Englands. (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Búið er að tilkynna byrjunarlið undir 21 árs liðs Englands sem spilar æfingaleik við jafnaldra sína frá Spáni í kvöld og er það eftir farandi: Robinson (Leeds United); Griffin (Newcastle), Terry (Chelsea), Barry (Aston Villa), Bridge (Southampton); Chadwick (Manchester Utd), Wilson (Manchester Utd), Hargreaves (Bayern Munich), Dunn (Blackburn, capt), Christie (Derby County); Smith (Leeds United) Það vekur athygli mína að hvorki er leikmaður frá Arsenal né Liverpool í þessu liði. Reyndar er...

Þórður loks til Derby? (15 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Í dag kemur í ljós hvort Þórður Guðjónsson fer til Derby eður ei. Talið er að hann gangi frá samningi við félagið sem er sambærilegur samningi Leeds við Robbie Keane eða að Þórður verður lánaður út tímabilið með fyrsta kauprétt í huga í sumar. Verða þetta að telja góð tíðindi fyrir Derby sem vantar sóknarmann en þeir skora lítið þessa dagana og fá reyndar líka lítið af mörkum á sig þannig að nú gætu þeir kannski farið að vinna fleiri leiki og tryggja stöðu sína í deildinni. Þetta eru ekki...

Enn einn Leedsarinn í vandræðum. (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gareth Evans 20 ára gamall vinstri bakvörður hjá varaliði Leeds hefur verið handtekinn og á að mæta fyrir rétt á miðvikudaginn kemur. Hann er grunaður um að hafa ráðist að 30 karlmanni ásamt félagasínum fyrir utan skemmtistað í Leeds síðastliðið föstudagskvöld. Eins og allir vita eru 4 aðrir Leedsara í málaferlum þessa dagana og ekki bætir þetta orðspor þessa ágæta félags sem hefur verið að standa sig svo vel innanvallar undanfarna daga. Evans þessi hefur ekki fengið mörg tækifæri með Leeds...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok