Hasselbaink á förum á ný? Svo getur farið að Jimmy Floyd Hasselbaink fari á ný til Madrid en sögusagnir herma að Real Madrid sé tilbúið að bjóð 20 milljónir punda í framherjan. Þrátt fyrir að lið Madrid sé stjörnuprýtt og ráði yfir mikilli breidd, þá má alveg taka undir það að þá vanti eins og einn mikinn markaskorara en Hasselbaink hefur sannað að það er hann. Hann var markahæðstur á Englandi með Leeds fyrir tveim árum og markahæðstur á Spáni með Atletico Madrid í fyrra.
Enginn efast um hæfileika Hasselbaink, en mín skoðun er sú að peningar séu allt sem hann skipti máli í boltanum og þess vegna þykir mér ekki ólíklegt að hann krefjist þess að fá að fara til Madrid séu þessar sögusagnir sannar!