Chelsea hefur ekki enn tekist að sigra á útivelli í deildinni á þessu tímabili, en þeir sækja vængbrotið lið West Ham heim í kvöld. Það vantar marga lykilleikmenn í West Ham og má þar nefna Cole, Carrick, Kanute og Moncure. Di Canio kemur aftur inn í liðið eftir að hafa missta af tapleiknum gegn Arsenal um síðustu helgi. Það má búast við því að Eiður spili í kvöld þar sem Zola er með vott af flensu. Ég held að Chelsea eigi eftir að koma á óvart og vinna West Ham í kvöld, fyrst og fremst vegna þess að þeir búa ekki yfir mikilli breidd og geta ekki verið án allra þessa lykilleikmanna. En reyndar þarf að athuga það að ekki tókst þeim að vinna Coventry um síðustu helgi á útivelli og segir það mér að liðið þar heldur betur að taka sig á sálrænt ef þeir ætla að geta yfirstigið þetta vandamál að geta ekki unnið á útivelli!