Það virðist sem enska pressan eigi í einhverjum vandræðum með að ná sér í góðar fréttir þessa dagana og má kannski segja að þeir séu með timburmenn eftir lætin í Evrópukeppnum vikunar. Ég segi þetta vegna þess að það er margar skemmtilegar slúðursögur í gangi núna og langar mig aðeins að kíkja á þær.
Slúðurblöðin reyna að halda því fram að hinn tvítugi sóknarmaður Leeds Alan Smith sé óánægður með þann samning sem Leeds hefur boðið honum og tala um að hann vilji tvöfalt hærri laun en Leeds hefur þegar boðið honum, eins og segja blöðin líka að hann vilji fá meir en þau 100.000 pund sem liðið hefur boðið honum við undirskrift vegna þáttar hans í velgengni Leeds í Meistardeildinni, en Smith hefur skorað 6 mörk alls með leikjunum í undankeppninni. Þetta þykir mér allt mjög ólíklegt, en Smith er samningsbundinn félaginu til 2004 og er frá Leeds og verið harður stuðningsmaður liðsins alla tíð (þó Gaupi haldi annað).
Önnur frétt er sú að Solano sé á leiðinn frá Newcastle í sumar og væntanlegir kaupendur séu Parma. Solano er frábær leikmaður, en hann hefur átt í vandræðum hjá Newcastle vegna þess hve oft hann þarf að fara og spila landsleiki fyrir Perú á sama tíma og Newcastle á leiki. Samningur Perúmannsins rennur út 2002 og er ekki ólíklegt að hann fari til einhvers liðs í suður evrópu í sumar ef hann ekki semur við Newcastle, en Solano sjálfur hefur ekki viljað gefa of mikið upp og segir að það sé alveg eins líklegt að hann geri nýjan samning við Newcastle í sumar.
Fréttir herma að Salas hafi neitað að fara til Chelsea frá Lazio og segist kappinn vera orðinn langþreyttur á sögusögnum um framtíð sína en hann var orðaður við Parma síðasta sumar. Hann fer sem sagt hvergi.