Beckham fyrirliði! Sven Göran Erikson hefur valið David Beckham sem fyrirliða fyrir landsleikinn við Spán á morgun. Erikson talaði um að hann gæti ekki lofað Beckham því að hann yrði fyrirliði til lengri tíma en hann ætti eftir að kynnast leikmönnunum betur og hann hafði ákveðið að Beckham yrði fyrirliði vegna þess að hann teldi að hann gæti þroskað hjá sér forystu hæfileika og að hann hefði staðið sig vel sem fyrirliði gegn Ítölum í Róm. Hann segir að Paul Scholes hafi mætt til æfinga og ætti að getað spilað á morgun þrátt fyrir fréttir um að hann hafi dregið sig úr hópnum. Erikson segist ætla að nota alla 7 varamennina sem hann má nota á morgun og segist helst hafa viljað nota fleiri og er það ætlunin hjá honum að nota þá leikmenn sem eru að spila í evrópumótunum ekki lengur en nauðsyn krefur. Erikson segist hafa rætt við alla framkvæmdastjórana sem eiga leikmenn í hópnum til að sjá afstöðu þeirra enda vill hann styrkja sambandið á milli landsliðsins og félagsliðana. Erikson talaði líka um það að honum finnst gæði enskrar knattspyrnu vera mikil og segir framtíð hennar bjarta.