Jæja það er ekki hægt að segja að leikur Leeds og Man. Utd. hafi valdið miklum vonbrigðum. Leeds voru mikið sterkari aðillinn í leiknum og voru rændir af slökum dómara leiksins og enn slakari aðstoðardómurum. Eftir að hafa sótt frá fyrstu mínútu leiksins fengu Leeds vítaspyrnu á silfurfati eftir að tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Barthez sparkaði Ian Harte niður í markteignum eftir að Man. Utd höfðu sparkað boltanum í burt og einhverra hluta vegna flautaði dómarinn. Jú hann sá brotið sem kom mér mikið á óvart og sá ég þá í hendi mér að Leeds myndi spila leikinn einum leikmanni fleiri það sem eftir lifði leiks, en nei hvað var ég að hugsa? Hvernig datt mér í hug að Man. Utd. leikmaður fengi réttnæmt rautt spjald, hann fékk bara gult og dæmi hver sem sá atvikið. Harte lét svo Barthez verja vítið frá sér og var það mjög vel gert hjá honum. Seinni hálfleikur var mjög svipaður þeim fyrri, en Leeds setti Kewell og Smith inn í hálfleik til að styrkja sóknarleikinn og Man. Utd setti hinn snoppufríða Chadwick inná fyrir Butt til að auka víddina á miðjunni. Leeds héldu áfram sækja en Chadwick skoraði gegn gangi leiksins á 64 mín. úr fyrst færi Man. Utd. Leeds jöfnuðu svo með marki Viduka á 85 mín. eftir að hafa sótt nánast allan leikinn. Í lokinn reyndu bæði lið á næla sér í öll stigin og fór Scholes illa með færi fyrir opnu marki og náði aðeins í horn. Eftir hornið náðu Leeds boltanum á ný og sóttu fram þar sem þeir náðu að koma boltanum í markið með hjálp Wes Brown en einhvern veginn komst aðstoðardómarinn að þeirri niðurstöðu að einhver leikmanna Leeds væri rangstæður, en endursýning sýnir að það hafi verið rangt og voru Leeds þar með rændir öllum stigunum af þeim svartklæddu.
En sem Leedsari verð ég að segja að það var gaman að sjá Leeds yfirspila Man. Utd. í þessum leik og gefur það manni aukna von um að liðið eigi möguleika á að hirða einhverjar dollur á næstu árum.