Brian Kidd hefur verið hækkaður í tign hjá Leeds. Hann hefur verið aðalþjálfari unglingaliðsins, en hefur verið gerður að aðalþjálfara aðalliðsins. Kidd mun því starfa með Eddie Gray sem hefur verið þjálfari aðalliðsins og David O´leary mun að mestu hverfa frá þjálfun liðsins. O´leary mun draga sig til baka og sjá um mannlega þáttinn í þjálfun liðsins og auðvitað stilla liðinu upp fyrir leiki. Ástæða þess að Kidd var hækkaður í tign segir O´leary að sé vegna þess að það sé ekki betri þjálfari á Englandi en hann, a.m.k. ekki mikið betri þjálfari. Kidd segist hafa notið tíma síns hjá Leeds mjög mikið og sé mjög spenntur fyrir framtíð félagsins en hann er búinn að koma af stað nýrri skipulagningu á ungliðastarfið.
Illar tungur í Leeds segja að þetta sé vegna þess að ungliðunum líki illa við Kidd og Gray eigi að sjá um þau. Ég persónulega tek enga trú á þá sögu, en eins og allir vita hefur Kidd unnið frábært starf á sínum ferli og á ekki lítinn hluta í velgengni Man. Utd. frá því að hann sá um svipað starf þar.