Það var svo sannarlega skemmtileg umferð í ensku deildinni í dag. Alls voru skoruð 23 mörk í 8 leikjum. Baráttan um evrópusæti harðnar enn og á eflaust ekki eftir að ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Sunderland, Leeds og Ipswich sigruðu sína leiki og setja þannig pressu á Arsenal og sérstaklega Liverpool sem leika á morgun. Chelsea tapaði fyrir Sunderland 2-4 á heimavelli og misstu þar með af lestinni í baráttu um evrópsæti, í bili a.m.k. Ipswich vann góðan útisigur 0-1 West Ham og virðist sem Ipswich blaðran ætli ekki að springa, eins og svo margir hafa spáð.
Leeds skildi Charlton eftir í baráttunni um evrópusæti með 1-2 útisigri þar sem Mark Viduka skoraði eftir 11 sek. leik. Barrlett jafnaði gegn gangi leiksins á 19. mín og eftir það sóttu Charlton stíft fram að hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði með svipuðum látum en Charlton komust í færi strax eftir örfára sek. en Leeds unnu boltan og sendu á Kewell sem hljóp upp allan völlinn og sendi á Smith sem kom boltanum í netið eftir aðeins 35 sekúndur. Sannarlega ótrúleg staða eftir svo skamman tíma í báðum hálfleikjum. Man. Utd. heldur áfram að vinna en þeir sigruðu Leicester 2-0 en bæði mörkin komu á síðustu 2 mín. leiksins.
Fallbaráttan er aftur á móti farin að skýrast mjög vel. Bradford og Man. City gerðu 2-2 jafntefli og þarf kraftaverk til að liðin haldi sér uppi, sérstaklega Bradford City, en liðin eru að spila slakan fótbolta þessa dagana og hafa gert í dágóðan tíma. Það sama má segja um Coventry en þeir steinlágu fyrir stjóralausum Tottenham og má segja að loksins séu þeir á leið niður, en það skal aldrei segja aldrei með Coventry, en þeir hafa oft bjargað sér á fáránlegan hátt í síðustu umferðunum og verður spennandi að sjá hvort það takist enn einu sinni þó mér þyki það mjög ólíklegt. Middlesbrough sigraði Newcastle 1-2 á útivelli og virðist sem Terry Venables ætli að bjarga Middlesbrough frá falli og er það gott því margir skemmtilegir knattspyrnumenn eru í þessu liði.