Það er af og frá að halda því fram að Owen og Scholes veiki liðið. Í fyrsta lagi vill ég spryja hvernig liðið væri ef það væri bara skipað tveggja metra staurfótum. OG í öðrulagi vill ég benda á ótal skallamörk sem Scholes hefur gert fyrir enska landsliðið, hann er frábær í að tímasetja sig og hlaupin hans eru ótrúlega hættuleg. Hvað varðar Owen þá er hann hættulegur þegar hann fær boltann í fæturnar og eins og þú sagðir þá þarf jafnvægi, og Cole er ekki mikill “dripplari” en Owen er það.
En Kewell minnist þarna á Butt og að hann hafi ekki náð sér á strik. Ég get ekki verið sammála því því hann barðist eins og ljón, og ekkert við hann að sakast. Það þarf að hafa einn svona jaxl í hverju liði, og Butt skilaði svo sannarlega sínu í gær. Beckham náði sér ekki á strik, það er morgunljóst. Fannst mér Michael Ball koma ótrúlega vel út sem vinstri bakvörður, en ég er á því að Eriksson hafi ruglast á þeim Neville bræðrum, það hlýtur að vera. Þó að Phil hafi skilað sínu, þá er hann ekki betri en Gary, sama hvað hver segir.
Framherjaparið Owen og Cole kom FRÁBÆRLEGA út, yndislegt að sjá þá saman.