Búið er að tilkynna byrjunarlið undir 21 árs liðs Englands sem spilar æfingaleik við jafnaldra sína frá Spáni í kvöld og er það eftir farandi:

Robinson (Leeds United); Griffin (Newcastle), Terry (Chelsea), Barry (Aston Villa), Bridge (Southampton); Chadwick (Manchester Utd), Wilson (Manchester Utd), Hargreaves (Bayern Munich), Dunn (Blackburn, capt), Christie (Derby County); Smith (Leeds United)

Það vekur athygli mína að hvorki er leikmaður frá Arsenal né Liverpool í þessu liði. Reyndar er lið Liverpool þokkalega ungt, en ekki virðast vera að skríða upp neinn nýr Owen, Fowler eða Gerrard! Það sama á reyndar við Arsenal þó Ashley Cole sé reyndar í aðal landsliðinu. Gaman verður að sjá þennan leik í kvöld og bera saman unga knattspyrnumenn frá Englandi og Spáni en deildirnar í þessum löndum virðast vera hvað sterkastar í dag miðað við árangur í Evrópumótunum í vetur.