Gerard Houllier hefur lofað að mæta Porto í kvöld með öflugum sóknarleik. Houllier talar um að Porto sé mjög sterkt sóknarlið sem leggur mikið uppúr því að sækja og ef hann stendur við loforð sitt má búast við mjög skemmtilegum leik í Portúgal í kvöld. Það má búast við því að Owen fái að byrja inná og eru bundnar miklar vonir við að hann endurtaki leikinn frá því í Róm þar sem hann skoraði tvö mörk. Owen þykir bestur þegar mikið liggur við og stendur sig oft best á stórasviðinu. En það þarf meir en Owen til að leggja þetta sterka Porto lið að velli og það sérstaklega í Portúgal. Porto hafa spilað mjög vel í evrópukeppninni í vetur og verið duglegir við að þenja netmöskvana og það sérstaklega á heimavelli.
Ég er samt ekki viss um að Houllier standi við stóru orðin, en eins og menn muna var það mjög sterkur varnarleikur sem kom liðinu í gegnum leikina við Rome. Þar voru yfirleitt allir leikmenn liðsins fyrir aftan boltan og vörðust sem ein heild. Ég held að Houllier breyti ekki út af þeirri taktík sinni og við eigum eftir að sjá Liverpool beita sterkum skyndisóknum sem vonandi skila góðum árangri. Það ætti að virka vel að lokka Porto fram á völlinn og sækja hratt á Owen og Heskey eða Fowler enda sérstaklega sterkir leikmenn þar á ferð, en Liverpool á eftir að sakna Litmanen sem er meiddur.