Nýjir eigendur Tottenham héldu fund með Graham þar sem honum var m.a. sagt að hann hefði ekki náð nógu góðum árangri með Spurs. Þeir segja að hann hafi eytt töluvert að peningum og þeir vilji fara að sjá árangur og það sem allra fyrst annars verði hann að víkja. Honum var jafnframt sagt að það sé ekki á döfinni að selja neina leikmenn sem hann vill halda hjá félaginu. Það er greinilegt að nýjir eigendur Tottenham ætla sér stórahluti. Ég persónulega sé reyndar ekki að það sé björt framtíð hjá þessu félagi á meðan Graham stjórnar því, svo fer Sol Campell væntanlega frá félaginu á Bosman reglunni og þá er ekki mikið um sterka varnarmenn eftir hjá félaginu, þó mér lítist mjög vel á Ledley King sem er 20 ára miðvörður sem er mikið efni.
Og það er annar að frétta af Spurs að þeir eru að reyna að fá Sheringham aftur til félagsins, en hann vill víst semja til tveggja ára en Man. Utd. er aðeins tilbúið að semja til eins árs í einu. Það þykir þó mjög ólíklegt að Sheringham snúi aftur til London enda hefur Sheringham spilað það vel í vetur að Man. Utd eru tilbúnir að verðlauna hann með tveggja ára samning.
Svo er það líka að frétta að hinn sterki hægri bakvörður Íra og Tottenham er meiddur og þarf í uppskurð og ætti að vera frá í að a.m.k. 6 vikur í viðbót. Carr hefur ekki spilað síðan 10. febrúar en þá kom hann inná sem varamaður gegn Man. City. Carr verður skorinn upp í Þýskalandi. Það er því líklegt að við fáum ekki að sjá Carr í toppformi fyrr en á næsta tímabili.