Radebe meiddur og Meistardeildin Það sem ég hugsaði fyrir leik Leeds og Real Madrid í Madrid var það að ég vildi ekki að neinn meiddist í þessum leik, þar sem hann skipti engu máli (bæði lið komin áfram). Sigur í þessum leik fannst mér ekki skipta máli enda geri ég ekki mikinn greinamun á liðunum sem lenda í efsta og öðru sæti í riðlunum eins og sést á því að Man. Utd og Arsenal verða væntanlega í öðru sæti og einnig Milan ef þeir komast áfram. Þau lið sem komast í átta liða úrslit eru öll mjög sterk og ættu í raun öll að geta unnið hvert annað. Það sem ég reyndar vonast mest eftir þegar dregið verður er að ensku liðin komist hjá því að fara til Tyrklands og þá sérstaklega Leeds vegna atburðana sem gerðust þar fyrir ári síðan er tveir Leeds aðdáendur voru stungnir til bana. Enn það er ennþá ein umferð eftir og ekki alveg allt komið í ljós þannig að við skoðum þetta betur eftir að dregið veður og veltum fyrir okkur möguleikum liðanna þá, enn í dag finnst mér Real Madrid og Bayern Munchen líklegust til að vinna keppnina og ekki má gleyma Man. Utd. sem hefur reynsluna og annsi oft heppnina með sér.
En nú að Radebe, en í dag kom í ljós að hann verður væntanlega ekki með næsta mánuðinn vegna meiðsla á hné sem hann hlaut í leiknum við Real á Spáni. Þetta er eins og allir vita mikill missir fyrir Leeds en Radebe er fyrirliði og Woodgate er bæði meiddur og á í þessu leiðinlega dómsmáli sem allir vita um. Þetta er í annað sinn í vetur sem Leeds spilar á Spáni og í hitt skiptið, á móti Barcelona, fór Radebe meiddur útaf. Hann fékk heilahristing og var meiddur á hálsi líka og var fjarverandi í mánuð. Svo þegar hann kom aftur fór hann meiddur af velli vegna sömu meiðsla og missti af enn fleiri leikjum. Þess vegna vona Leedsara væntanlega að þeir sleppi við að spila á Spáni aftur í vetur ef þetta á að verða einhver ávani hjá Radebe.