Ruud Van Nistelrooy komin af stað á ný. Ekki er talið ólíklegt að Man. Utd. reyni aftur að næla sér í Nistelrooy en hann spilaði sinn fyrsta leik eftir 11 mánaða meiðsli í gær og skoraði hann tvö mörk. Þeir sem sáu leikinn segja að Nistelrooy sé langt frá því að vera kominn í leikæfingu og mörkin tvö sem hann skoraði voru ekki hans fallegustu, pot af 3 metra færi, en að maður sem hefur ekki leikið alvöru leik í ellefu mánuði og er í engu formi skori tvö mörk segir sitt um geta leikmannsins við að koma boltanum í netið! Leikurinn var reyndar með varaliði PSV og er ekki líklegt að Alex Ferguson hlaupi upp til handa og fóta og kaupi leikmanninn strax en það er nokkuð víst að hann fari að fylgjast vel með honum á ný.