Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Valentínusarbæn (0 álit)

í Ljóð fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Lofðu mér nú loks að fá, svo læknist sálarmínus, konu til að kúra hjá, kæri Valentínus. Fagrar skal hún hafa herðar, hárið vera ljóst, lendar vel af guði gerðar, geirvörtur og brjóst. Hún skal fagurt hafa nef og höfuðparta slíka og voða gott það væri ef hún væri krúttleg líka. Hún skal vera flott á færi, en fjarri því þó hlass. Hún skal hafa ljúffeng læri og lostafullan rass. Hún skal hafa brosið blítt, sem birtu að sér laðar. Hárið efst á höfði sítt, en hárlaus annars staðar. Síðan væri ei...

Þá mega prófin koma fyrir mér (1 álit)

í Ljóð fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Jæja, þá eru nokkrir klukkutímar í próf, og fátt betur viðeigandi en að yrkja dálítinn prófasálm í tilefni af því. Til að reyna ekki of mikið á heilann fékk ég þó hugmynd og form að láni frá þessu snilldarjólalagi hér, sem gaman er að syngja kvæðið við: http://grooveshark.com/#/s/N+Mega+J+lin+Koma+Fyrir+M+r/3OOvwD?src=5 Á fyrsta degi desembermánaðar ég dreg fram bækurnar í fyrsta sinn og óska að gæti aðeins lesið hraðar, því óðar prófastressið nálgast finn. Í gegnum lagakafla stóra stauta og...

En sú mæða (3 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Nú get ég ekki orða bundist. Ó, mér hefur lengi fundist erfitt hug minn visna að virkja - verða sífellt meir að yrkja. Mér það vekur vondan leiða að vaða stuðladjúpið breiða, grafa í mosagróna þanka, grípa í tóman orðabanka, sí og æ með orð að bruðla, en sú mæða að finna stuðla, afla ríms og réttra orða úr ræfilslegum orðaforða. Ég alla daga veð í villu á verulega rangri hillu; fátt er leiðinlegra en það að láta stuðlað rím á blað.

Raunir laganemans (5 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Hafin enn og aftur próf - endurtekin saga. Nú fæst ég mest við meðalhóf og meginreglur laga. Glósur veð ég hátt í háls og heftin gegnum malla. Enda, skv. eðli máls, ekki tækt að falla. Mér er hvorki ljúft né létt að lesa - og það í skyndi - eina bók um eignarrétt og aðra um veðréttindi. Verst af öllu þó er það, sem þyrfti helst að skána, að þurfa að kunna utan að alla stjórnarskrána. Já, námið, það er bölvað baks og basl, sem hjartað stingur. Ó, ef ég gæti aðeins strax orðið lögfræðingur.

:llitiT (6 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Hið þyngsta er léttast og ekkert er allt. Hið öfluga máttlaust, hið heitasta kalt. Í flugunni er pæling, í Páli er suð. Í Paradís djöfull, í Helvíti Guð. Hinn káti er dapur, hið dimmasta bjart. Sá duglegi latur, hið mjúka er hart. Nískur er gjafmildur, nei þýðir já, hið nýjasta gamalt, þeir blindustu sjá. Þeir dauðu, þeir anda, hin sætasta er súr. Þeir sitja sem standa og moll er í dúr. Hver vatnsdropi úr krana er kærasta vín. Hver kambur án hana og ég er án þín.

Ástarsonnetta (10 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Stundum er maður eitthvað svo væminn… — Mér heimsins eru auðæfi og glingur einskis virði ef þín ég fæ ei notið. Þann dýrmætasta fjársjóð hef ég hlotið; að hjartað þitt með mínu dúett syngur. Ég þrái að kyssa þínar rjóðu kinnar. Þú ert fegurst rósa í hverju beði. Vor hjörtu syngja af sannri list og gleði saman lítinn óð til ástarinnar. Mér skal lýsa ljósið þinna kerta og leiða mig að þínum blíðu öldum, sem yndisleika endalausum skarta. Og hörpu þinnar strengi vil ég snerta og Stíga með þér...

Holdgervingurinn (13 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ég átti leið um ljótan stað og langar frá að segja, því lyktin minnti á sorarsvað - ég sór, ég myndi deyja. Svo sá ég nálgast mikinn mann sem minnti á soltinn rakka. Í vinstri augntóft hafði hann hálfan kakkalakka. Að sjá þann mann var sorgleg raun, mig sveið í allt mitt hjarta. Rétt við nef hans lafði á laun loðin graftarvarta. Verri en allt, sem var og er, vartan líktist sulli. Og eina hafð'ann uppí sér eðaltönn úr gulli. Aðrar tennur eins og klær af ógurlegri skessu. Um hálsinn skriðu...

Hvers virði er lítið, vesalt ljóð? (11 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Fokið er í fokheld skjól, furstahallir, eyðiból. Strokinn friðar styrkur. Hver blés á ljós frá lífs vors sól? Hvar leynist sá, sem okkur fól að kljást við kreppu og myrkur? Hvers virði er gall? Hvers virði er blóð? Hvers virði er lífsins daufa glóð? Á vaðið oft var tæpast teflt, hvert tetur keypt en aldrei selt og sumir supu hvelju… Fá nú reiðir rakkar elt þann raft, sem okkur lengi hélt á milli heims og helju. Hvers virði er hefndin, römm og rjóð, ef regnið hylur hjartans slóð? Hvert húm er...

Óskin mín (5 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Eitt sinn heyrði óma undurfallegt lag, af sönnum kærleik sungið við sumarlegan brag. Og söngvarinn var rámur en röddin samt svo tær að yfir fjöllin færðist fagurrauður blær. Hún tendraði með töfrum tunglsins silfurljós, sem vöktu vært til lífsins visna dýrðarrós. Sú fegurð var svo fjarstæð sem fyrir augun bar. Mín sál í sætum draumi sveif um loftin þar. Mig sveipti sínum örmum sumarnóttin þýð. Og friðsæl sást í fjarska fögur stúlka og blíð. Hún til mín gekk í takti við töfrum slunginn söng....

Í varðhaldi jarðar (12 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Þau vaka og sofa í varðhaldi jarðar og vita ekki að sólin er til. Þau þjást fyrir augliti ógnandi varðar í andlausum skelfingarhyl. Ævinnar klukkur halda áfram að tifa en ólin til dauðans er hert. Í dýflissu óttans hann lætur þau lifa lífi sem einskis er vert. Þar hírast þau, varin af hundruðum lása og handanna sjá varla skil. Þau vita ekki að ofan þeim vindarnir blása. Þau vita ekki að sólin er til.

Martröð (4 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Og þegar lífsins lugtir aftur lýstu upp hinn rétta veg, þá var allur þrotinn kraftur… Þú hélst áfram. Ekki ég. Stoltur gekkstu gullna veginn, gæfan bar þinn verndarskjöld. Etir hélt mér hinum megin heldimm nóttin, nístingsköld. Nú stóð ekki neinn við hlið mér, nema vofa gærdagsins. Eymdin blasti ísköld við mér eins og klökkvans kaldi prins. Stjarfur reyndi að standa á fætur, staulast fram á eftir þér. Blauður eins og barn sem grætur, beinin skulfu og skröltu í mér. Upp þú flaugst, til hæstu...

Hjólabrettavillingurinn Ólafur (10 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 8 mánuðum
I Þótt fáir kunni að efast um að Ólafur sé villingur verður svo að heita að hann sé hjólabrettasnillingur. Oft og tíðum geysist greitt um götur, torg og strætið breitt Öruggur í alla staði óttast varla neitt. Hann þeytist oft um Ingólfstorg og eltir hina krakkana. Það ergir margan útlendinginn, aðallega Frakkana. Þeir bölva Óla í ösku og sand og atvik þessi festa á band og segjast koma aldrei aftur inn í þetta land. En Ólafi er alveg sama um asnalega fúlista og ekki minnstan gefur gaum að...

Vörðurinn (2 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þar sem mætast, mar og jörð mun ég ávallt standa vörð. Langan veg um loftið vært ljós mitt blikar ofurskært. Hættum við skal vara þá sem vaskir sigla hjá. Vörð ég stend um ár og öld einn, um niðdimm vetrarkvöld. Bjartan dag sem dimma nátt dvel ég hér í lífsins sátt og samlyndi við sjávarnið, minn sálar innri frið. Þótt stormsamt sé og stinningskalt, þótt stálgrá þokan hylji allt, þótt löng sé nóttin, líflaus, svört eru ljós mín allar tíðir björt. Æ mun veginn vísa þeim sem vilja rata heim.

Draumadís - Keppni (10 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Aldrei hafði hann augum litið fegurri stúlku. Hárið hennar var ljóst og sítt og fór svo vel við fagurbláu augun hennar, sem geisluðu og minntu hann á bjartan sumarhimin. Grannleitt andlit hennar hreif hug hans og þegar hún brosti gleymdi hann stað og stund og starði sem dáleiddur væri á þessa magnþrungnu fegurð. Hann hugsaði með sér að svona hlytu englar að líta út, ef þeir væru þá til. Allt í einu heyrði hann nafnið sitt kallað og leit til hliðar. Þar stóð Íris, stelpa sem hann hafði þekkt...

Jenni ríki (6 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Ekki er allleiðinlegt að syngja komandi kvæði við lag Litlu flugunnar (Lækur tifar…) Hér orðin eru bundin þétt í bögu þótt bærilegra sé að tala um ljóð. Nú ætla ég að segja stutta sögu af sómamanni nokkrum - hafið hljóð! Hann er ekki öðrum mönnum líkur, og ofurlítið þver og sérvitur. En hann er alveg ofboðslega ríkur; á örugglega meira en Björgólfur. Hann á marga milljarða af krónum og margar á hann einkaþoturnar. Og Hondúras og helminginn af sjónum og heimskautin og mörgæsirnar þar. Og...

Misheppnað ástarkvæði (23 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Ég ætla nú að láta leiðast til ljóðs um þig. Mér finnst ég til þess núna neyðast en nóg um mig. Þú ert sæt, með ljósa lokka en ljótan fót. Hefur engan yndisþokka, ekki hót. Ég sá þig fyrst á förnum vegi fjandans til. Ég hugsa um þig á hverjum degi hér um bil. Ég elska þig af öllu hjarta æ, og þó… Mér logaði ástarbálið bjarta en bálið dó. Nú fer ég brátt að fella klæði og fara í bað. Mér finnst þetta mikla kvæði misheppnað.

Á Þjóðarbókhlöðunni (6 álit)

í Skóli fyrir 16 árum
Jæja, í enn eitt skiptið er tími prófa runninn upp og fjöldi fólks mættur á Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn (eða Þjóðarbókhlöðuna) til lesturs. En að sjálfsögðu er miklu skemmtilegra að yrkja kvæði en að lesa námsbækur! Þessi er afrakstur dagsins í dag: Hér ver ég gjarnan góðum tíma, glaður í bragði lífinu ann. Og þegar ég ekki er að ríma, ég opna stundum doðrant þann sem inniheldur heimsins fræði er heimspekinagar færðu í orð. Já, hér er ró og hér er næði. Hér ég sit við einangrað...

Sendiför (1 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum
Hann sendur var að sækja brauð og sitthvað fleira í tómlegt búið. Því fjölskyldan var fátæk, snauð, fólkið orðið svangt og lúið. Af stað hann fór og ei varð aftur snúið. Strákurinn gekk en stormur hvein. Hann staulaðist uns brustu fætur. Napur vindur nísti bein, næðingur óx við fjallsins rætur. Svona liðu nokkrar langar nætur. Í eymd hann lá og björgunar beið með brotinn fót og kalna fingur. Undan frosti sárt hann sveið, seytlaði um æðar kuldastingur. Drengur sá var sannur Íslendingur. Hann...

Tveggja manna tal (4 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum
Af atburði nú sögu segja skal sem setti hug minn verulega úr skorðum. Ég heyrði óvart tveggja manna tal sem tíminn hefur gert að þessum orðum: „Í kvöld við skulum kynnast djammsins list! og kaldan bjórinn sötra vel og lengi.“ - „Ég sleppi því, ég sletti úr klaufum fyrst þá slær á miðrar vinnuviku strengi.“ „Nú hlýtur þú að vera að gera grín og gantast í mér, annað væri skrítið!“ - „Ég grínast aldrei, ein er regla mín: Ég alltaf vakna um helgarnar í bítið.“ „Þú kemur með, við syngjum lífsins...

Kind (8 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 1 mánuði
Úti ómar vindur, eitlar vetrar mein. Inn eru hverjar kindur komnar - nema ein. Sú beit gras í sumar en sást svo aldrei meir. Hátt nú himinn þrumar, hrímköld kind brátt deyr. Beinin hennar braka, blóðið frjósa nær. Kyngir niður klaka, króknar gömul ær. Fimbulkuldi, frostið færist yfir allt. Liðið liggur brostið líkið, jökulkalt. Aldrei mun hún aftur eitt né nokkuð sjá. Kuldans feiknarkraftur kæfði týnda á.

Ástarljóð (15 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég man það, er ég sá þig fyrst, þú hreifst mitt litla hjarta. Það hamaðist svo ótt, svo títt, það næstum gekk úr skorðum. Kvöldi þessu fæ ég eigi lýst með ljúfum orðum. Ljósið þitt, það gerði mína veröld undurbjarta. Þú sýndir mér og veittir alla lífsins leyndardóma. Svo ljúf var sérhver stund, ég hélt mig hlyti að vera að dreyma. Nú hlýjar sælutilfinningar um mig allan streyma og allt í kring ég sé hve heimsins bestu dýrðir ljóma. Þú kveiktir ást í hjarta mér og hamingju og gleði. Í huga...

Símasölumaðurinn (8 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Vinur minn, hann starfar - sem símasölumaður og selur gsm- og nettengingar lon og don. Hann reynir hvað hann getur - og brögðum beitir glaður og boðar þeim sem svara - tilboðsgróðavon. Þannig vill að starf hans gengur stundum vonum framar og stórar sölur koma inn á sölustjórans borð. En oft vefst honum tungan - um tennur, svo hann stamar og tíðum notar skelfilega frasa og vitlaus orð. Hann gáskafullur hringir - og góða kvöldið býður. “Er gemsareikningurinn hjá þér ekki allt of hár?” En harla...

Menntaskólinn í Reykjavík (42 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Hér við lærðum ljóð og sögur af lífsins undurmerkri braut. Aldrei gleymast árin fjögur, sem okkur féllu vel í skaut. Í hjörtum okkar ávallt lifir ástkær minning, gleðirík. Tignarlegur trónir yfir tjörninni í Reykjavík. Gamli skólinn stendur sterkur. Stolt er efst í hugum vor. Yfir sveimar andi merkur, sem okkur veitir dug og þor. Að takast á við allar þrautir er eitt af vorum markmiðum. Við ryðjum okkar bestu brautir með byr frá Menntaskólanum. Vorar dyr með lífsins lyklum Lærði skólinn hóf...

Rammgerður miðbæjarróni (14 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Maður einn stendur og stynur því stöku sinn yfir hann dynur þráhyggjupest svo þunglyndið sést. Hann telst vera vínandans vinur. Ómar nú öllarans strengur er æpandi maðurinn gengur. Hann labbar á hurð og hrapar í skurð, hinn óheppni aumingjans drengur. Og sumir, þeir segja að hann sé dóni, að söngur hans valdi öllum tjóni. Það kann vera satt að hann skuldi smá skatt enda rammgerður miðbæjarróni.

Skáldið sem hætti að yrkja (28 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Hér sit ég og berst við að semja þér ljóð og sum verða afleit og alls engin góð. Því stórlega fátt sæmir stúlku sem þér. Stúlku, sem af öllum öðrum svo ber. Samt mun ég seint hætta að reyna. Og einstaka sinnum ég hugdettu hlýt en hugdettan fer, svo ég blýantinn brýt. Ég finn að innst inni býr ást mín og þrá þótt engu ég virðist úr höfði ætla að ná. Þú veist kannski vel hvað ég meina. Ég reyni oft að hugsa ei um stund mína og stað og stundum tek pásu - læt renna í bað. Og frasarnir myndast og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok