Nú get ég ekki orða bundist.
Ó, mér hefur lengi fundist
erfitt hug minn visna að virkja -
verða sífellt meir að yrkja.
Mér það vekur vondan leiða
að vaða stuðladjúpið breiða,
grafa í mosagróna þanka,
grípa í tóman orðabanka,
sí og æ með orð að bruðla,
en sú mæða að finna stuðla,
afla ríms og réttra orða
úr ræfilslegum orðaforða.

Ég alla daga veð í villu
á verulega rangri hillu;
fátt er leiðinlegra en það
að láta stuðlað rím á blað.