Lofðu mér nú loks að fá,
svo læknist sálarmínus,
konu til að kúra hjá,
kæri Valentínus.

Fagrar skal hún hafa herðar,
hárið vera ljóst,
lendar vel af guði gerðar,
geirvörtur og brjóst.

Hún skal fagurt hafa nef
og höfuðparta slíka
og voða gott það væri ef
hún væri krúttleg líka.

Hún skal vera flott á færi,
en fjarri því þó hlass.
Hún skal hafa ljúffeng læri
og lostafullan rass.

Hún skal hafa brosið blítt,
sem birtu að sér laðar.
Hárið efst á höfði sítt,
en hárlaus annars staðar.

Síðan væri ei leiðinlegt
ef ljúfan væri með
nokkurn húmor, nokkra spekt
og nokkuð heillegt geð.

Já lofðu mér nú loks að ná,
svo læknist sálarmínus,
í svona konu að sænga hjá,
séra Valentínus.