Maður einn stendur og stynur
því stöku sinn yfir hann dynur
þráhyggjupest
svo þunglyndið sést.
Hann telst vera vínandans vinur.

Ómar nú öllarans strengur
er æpandi maðurinn gengur.
Hann labbar á hurð
og hrapar í skurð,
hinn óheppni aumingjans drengur.

Og sumir, þeir segja að hann sé dóni,
að söngur hans valdi öllum tjóni.
Það kann vera satt
að hann skuldi smá skatt
enda rammgerður miðbæjarróni.