Hér við lærðum ljóð og sögur
af lífsins undurmerkri braut.
Aldrei gleymast árin fjögur,
sem okkur féllu vel í skaut.
Í hjörtum okkar ávallt lifir
ástkær minning, gleðirík.
Tignarlegur trónir yfir
tjörninni í Reykjavík.

Gamli skólinn stendur sterkur.
Stolt er efst í hugum vor.
Yfir sveimar andi merkur,
sem okkur veitir dug og þor.
Að takast á við allar þrautir
er eitt af vorum markmiðum.
Við ryðjum okkar bestu brautir
með byr frá Menntaskólanum.

Vorar dyr með lífsins lyklum
Lærði skólinn hóf á gátt
Á lofti höldum heiðri miklum
er héðan göngum, teit og sátt
við árin sem nú eru að baki
þótt ávallt lifi í hjörtum vor.
Komum, fögnum með koníaki,
kætumst, stígum dansins spor.

Vér göngum héðan glöð í bragði,
gáskafull með bros á vör,
því Menntaskólinn leið vor lagði
að ljúfum vegi - hin bestu kjör.
Tíminn hér er töfrum slunginn,
hér tendrast lífsins rómantík.
Mikilsverður er magni þrunginn
Menntaskólinn í Reykjavík.