Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hakkbollur með furuhnetum (1 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ofsalega góð uppskrift af hakkbollum sem tekin er upp úr e-u dönsku kerlingablaði. Mæli eindregið með henni ;o) 400 g magurt svínahakk (10-12% feitt) 1 1/4 tsk salt ca. 100 g furuhnetur 1 egg 1 dl mjólk 2 msk hveiti 2 msk sojasósa 1 msk engifer (ferskt, rifið) 1 tsk rifinn lime- eða sítrónubörkur pipar olía til steikingar Hrærið kjötið með salti. Hakkið furuhneturnar frekar fínt. Hrærið öllum hráefnunum saman við kjötið. Látið blönduna bíða í ísskáp í klukkutíma. Hrærið aftur í kjötdeiginu...

Pastaréttir (8 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hér eru nokkrar pastaréttauppskriftir: Pasta m/ beikon og kryddosti 250 –300 g pastaskrúfur 1 bréf skinka 1 bréf beikon 1 paprika 200 g sveppir 3 hvítlauksrif 1 peli rjómi 1 – 1 1/2 box kryddostur salt grænmetiskraftur steinselja, söxuð Sjóði pastað. Saxið beikon, skinku, sveppi og hvítlauk, brúnið á pönnu. Setjið saman við pastað. Bræðið saman rjómann og kryddostinn, hellið yfir. Skreytið með saxaðri steinselju. Berið fram með hvítlauksbrauði. Pasta með tómata- og hvítlaukssósu 500 g...

Kjúklingabauna-pottréttur (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég er svo heppin að vera í námi þar sem við eldum saman einu sinni í viku. Maður græðir margar nýjar og spennandi uppskriftir á þessu. Í dag var baunaþema og var hver spennandi rétturinn á fætur öðrum borinn fram. Ég ætla að skella einni uppskrift hingað inn og verða ég að segja að mér þykir þessi réttur ekki síðri en þeir sem maður getur keypt á Grænum kosti og þess háttar stöðum. 1 bolli kjúklingabaunir 1 stór laukur 4 hvítlauksrif 1 tsk. Garam masala 500 g niðursoðnir tómatar 1/2 bolli...

Matarmikil súpa (4 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Í gær eldaði ég alveg ofsalega góða súpu. Ég fann uppskriftina á heimasíðu eins leikskólans á Akureyri. Ég borðaði af bestu lyst, maðurinn minn borðaði af bestu lyst og einnig 2 ára dóttir okkar, sem er vanalega mjög matgrönn. Hún borðaði og borðaði og var mjög ánægð með matinn. Þar sem ég átti ekki gulrætur notaði ég rauða papriku í staðinn. Mæli með að þið prófið þessa uppskrift, hvort sem þið kjósið að nota gulræturnar eða papriku. Matarmikil tómatsúpa frá Englandi 1 dós bakaðar baunir í...

Kínverskur hrísgrjónaréttur m/ kjúklingi (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ótrúlega girnilegt finnst mér. Ætla heldur betur að gera þennan sem fyrst. Fyrir 4 2 kjúklingabringur, skinn og beinlausar 8 msk. sojasósa 2 laukar, saxaðir 2 gulrætur, skornar í ræmur 1 lítill blaðlaukur, skorinn í ræmur 1 kúrbítur, skorinn í ræmur 2-3 blöð kínakál, saxað 10 ferskir sveppir, skornir í sneiðar 3 msk. olía 2 tsk. rifin engiferrrót 2 tsk. púðursykur 1½ dl. kjúklingasoð 2 msk. maizenamjöl 1 dl. vatn 1 tsk. vínedik 3 dl. soðin hrísgrjón Skerið kjúklingabringurnar í mjóar ræmur...

Fiskur m/ rækjum, papriku og banana (2 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Mig langaði í fisk í kvöldmatinn. Ég átti rækjur í frystinum og fór því á stúfana eftir uppskrift með fisk og rækjum. Rakst á þessa og keypti það sem á vantaði. Okkur á heimilinu leist vel á og borðuðum yfir okkur. Bárum hrísgrjón og hvítlauksbrauð fram með. Ýsuflök (1 stórt eða 2 lítil) 1 banani 2 dl rjómi 2 egg 100 g rækjur 1 paprika ostur hveiti salt og pipar köd- og grillkrydd rasp Eggin eru þeytt með 1/2 dl af rjóma og hveitið hrært út í. Fiskurinn er kryddaður báðu megin með salti,...

Mexíkósk ídýfa (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þessi uppskrift er í nýjasta Gestgjafanum - áramótablaðinu. Mér finnst hún ekkert smá girnileg. Hugsa um að gera svona fyrir áramótin. 200 g rjómaostur, helst Philadelfia 1 laukur, fínsaxaður 1 rauð paprika, fínsöxuð 350 g nautahakk 1 msk. ólífuolía 1/2-1 tsk. rauður pipar, malað krydd (má sleppa) 1 dós niðursoðnir tómatar, maukaðir 2 hvítlauksrif, pressuð 1 bréf taco krydd 1 tsk. sykur salt og svartur pipar 1/4 tsk. cayenne pipar eða nokkrir dropar Tabasco sósa 70 g cheddar ostur, rifinn 3...

Grænmetisblanda (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Eftir að hafa verið í miklum kjötveislum yfir hátíðarnar getur verið gott að fá sér e-ð léttara að borða. Hér er uppskrift af girnilegum grænmetisrétti: 1 grænt epli, afhýtt og skorið smátt 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn smátt 3 meðalstórar gulrætur, rifnar eða saxaðar smátt 3 tómatar, kjarninn fjarlægður og tómatarnir skornir smátt 3 hvítlauksrif, pressuð 120 g sólþurrkaðir tómatar, maukaðir 50 g sesamfræ, ristuð 35 g (u.þ.b. 2 msk.) grænt pestó 1 msk. Dijon-sinnep handfylli af...

Jólakalkúnn (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sumir borða kalkún um jólin. Mér finnst kalkúnn ofsalega góður en get samt ekki hugsað mér að snæða hann á aðfangadagskvöld því ég er svo vanaföst og vil minn hamborgarhrygg. En ég fæ kalkún á gamlárskvöld, reyndar bringur í ár. Ég gæti alveg hugsað mér að hafa það að venju að borða kalkún á gamlárskvöld. Um daginn hélt ég veislu í skólanum, ásamt öðrum konum sem eru í sama námi ég. Við buðum stjórnendum skólans í mat og heppnaðist allt voða vel. Aðalrétturinn var kalkúnn og var eftirfarandi...

Grænmetislasagne m/ kúmeni (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég ætla að hafa grænmetislasgne í matinn í kvöld. Ég hef einu sinni áður gert þessa uppskrift og fannst hún mjög góð. Bragðið er samt svolítið sérkennilegt (út af kúmeninu) en vel þess virði að prófa. 175g. lasagneblöð 2 laukar, sneiddir 100g. blaðlaukur, sneiddur 2 hvítlauksrif, pressuð 1 dós niðursoðnir tómatar 1/4 agúrka, skorin í strimla 100g. sveppir, sneiddir 100g. spergilkál (brokkólí), sundurtekið 1/2 tsk. basilikum 1 msk. tómatpúrra salt og pipar 25g. valhnetur (má sleppa) 4 dl....

Chow Mein kjúklingur (2 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér finnst kínverskur matur alveg ofsalega góður og ekki er heldur leiðinlegt að búa hann til sjálf. Smakkast ekkert verr heimagerður en á matsölustöðunum. Þessa uppskrift hef ég reyndar aldrei gert en stefni á það hið fyrsta. 500g. soðið kjúklingakjöt, rifið niður 4 bollar kjúklingasoð 2 bollar sellerí, sneitt 1 bolli laukur, sneiddur 1 bolli hvítkál, saxað 2 msk. jarðhnetuolía 1 msk. sojasósa 1 msk. smjör 2 þeytt egg 4 msk. maísmjöl 1 bolli sveppir, sneiddir 2 bollar baunaspírur, ferskar 1...

Afmælisormur (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Súkkulaðikökur er gjarnan á borðum í barnaafmælum. Skemmtilegt er að gera e-ð annað en bara kringlótta köku með kremi. En það eru ekki allir flinkir að gera listaverk úr kökunum sínum. En þessi kaka hér er mjög einföld í gerð og vekur mikla lukku hjá börnunum. Þetta er deig í tvö hringform með gati: 4 egg 400g. sykur 3 dl. vatn 100g. smjör 200g. hveiti 3 tsk. lyftiduft 3-4 msk. kakó Krem: 60g. smjör 3 msk. síróp, kúfaðar 100g. súkkulaði Stífþeytið eggin, bætið sykri út í smám saman og þeytið...

Brokkólí & blómkálsbaka (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Rosalega gott meðlæti með mat. Ég hef stundum haft þetta með, þegar ég steiki fisk. Ekki slæmt. 250g. blómkál 250g. brokkólí 1/2 bolli hreint jógúrt 1 bolli rifinn ostur 1 tsk. sterkt sinnep 4 msk. brauðrasp salt svartur pipar Skerið blómkál og brokkólí í bita og sjóðið í söltu vatni í 8-10 mínútur. Gott er að láta grænmetið í sigti og láta vatnið renna af. Setjið svo í eldfast mót. Setjið jógúrt, rifinn ost og sinnep í skál og hrærið saman. Kryddið með salti og pipar og setja þetta svo yfir...

Osta- og skinkusalat (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Alveg ótrúlega gott salat sem ég smakkaði í saumaklúbb um daginn. Þá var það borið fram með góðu hvítlauksbrauði úr bakaríi. Osta- og skinkusalat 6 dl. brauðostur í teningum 2 dl. skinkustrimlar 1 dl. ólífur í bátum 1/2 rauð paprika, í strimlum 1/2 græn paprika, í strimlum 2 vorlaukar, í sneiðum 2-3 hvítlauksrif, söxuð 1 1/2 dl. ólífuolía 2 msk. steinselja, söxuð Öllu blandað saman. Gott að bera fram með ristuðu brauði. Getur einnig hentað sem meðlæti á hlaðborði.

Meira um slátur (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Í kjölfar greinarinnar um slátur hér að neðan langar mig til að skella inn uppskriftum af slátri. Hvet ég alla þá sem hafa tíma, til að taka slátur. Það er svo hagkvæmt ;o) Blóðmör 1 ltr. lambablóð 1/4 ltr. vatn 1 msk. gróft salt 200g. hafragrjón um 800g. rúgmjöl 6-800g. mör, brytjaður fremur smátt saumaðir vambarkeppir Blóðið síað og hrært með vatni og salti. Hafragrjónum hrært saman við og síðan rúgmjöli, þar til blandan er hæfilega þykk (oft er miðað við að hún sé svo þykk að sleif sem...

Gúllassúpa (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mér finnst gúllassúpa alveg rosalega góð. Langaði til að deila með ykkur uppskriftinni sem mér finnst best. 500g. nautagúllas 500-600g. kartöflur 2 stórir laukar matarolía til steikingar 2 msk. paprikuduft 1 dós tómatkraftur (140g.) 1 1/2 ltr. nautakjötssoð 1 box rjómaostur m/ hvítlauk (110g.) salt pipar Skerið nautakjötið í um 1 cm. teninga. Grófsaxið laukana. Brúnið kjötið í matarolíu í potti og bætið lauk og paprikudufti saman við. Hellið tómatkrafti út í ásamt nautakjötssoði. Látið sjóða...

Austurlenskur kjúklingaréttur (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Kjúklingur er alltaf jafn góður. Hér er ein góð kjúllauppskrift: 4 kjúklingabringur 1 msk. sesamfræ 1 tsk. sesamolía 4 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif, söxuð 100g. sveppir 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar 1 rauð paprika, skorin í sneiðar 1 lítil dós bambusprotar (m.sl.) 2 tsk. rifin engiferrót 2 msk. sojasósa 3 msk. sæt chilisósa svartur pipar e. sm. Skerið bringurnar í strimla. Ristið sesamfræin á þurri, djúpri pönnu. Bætið sesam- og ólífuolíu á pönnuna og snöggsteikið grænmetið í henni í 1...

Appelsínuostakaka m/ appelsínu-karamellusósu (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ofsalega girnileg ostakaka!! botn: 11 hafrakexkökur, muldar 1/4 bolli sykur 1/4 bolli brætt smjör fylling: 900g. rjómaostur, við stofuhita 1 1/4 bolli sykur 6 stór egg 3 msk. appelsínulíkjör 5 tsk. fínt rifinn appelsínubörkur 2 tsk. vanillusykur sósa: 2 bollar sykur 1/2 bolli vatn 1/2 bolli þeyttur rjómi 3 msk. appelsínulíkjör botn: Hitið ofninn á 230°c. Setjið kex og sykur í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar til kexið er orðið að fínni mylsnu. Bætið smjörinu út í; látið ganga þar til...

Brokkólí- og gulrótalasagne (4 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Lasagne er alltaf gott! Skemmtilegt að prófa öðruvísi lasagne en með nautahakki. 4 bollar brokkóli, saxað 2 bollar gulrætur, saxaðar 9 lasagneplötur 2 dósir Cream of Mushroom 3/4 bolli rifinn parmesan ostur 3/4 bolli kotasæla 3 bollar rifinn mozzarella ostur 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. rómarín 2 tsk. paprikuduft Gufusjóðið brokkólíið og gultæturnar þar til það er orðið mjúkt. Sjóðið lasagneplöturnar. Blandið saman Cream of Mushroom, 1/2 bolla af parmesan, kotasælu og 2 bollum af mozzarellu,...

Fiskgratín með piparosti (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mjög girnileg uppskrift sem ég rakst á um daginn. Verð að prófa hana við fyrsta tækifæri. 600g. ýsuflök soðin 4 msk. smjör 4 msk. hveiti 2 dl. fisksoð 2 dl. mjólk 1 tsk. salt 100g. piparostur 2 eggjarauður 2 eggjahvítur brauðrasp Bakið sósuna upp (smjörlíki + hveiti) og þynnið með soði og mjólk. Skerið piparost í þunnar sneiðar, setjið hann í sósuna og hrærið þar til hann er bráðinn. Saltið. Takið pottinn af hellunni og látið sósu kólna aðeins áður en eggjarauðum er hrært í. Setjið fisk í...

Grískur plokkfiskur (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Saltfiskur er herramanns matur… 600g. útvatnaður saltfiskur 2 stórir laukar, saxaðir 1 lítil dós tómatmauk (purée) 1 bolli vatn 2 lárviðarlauf salt eftir smekk svartur pipar (vel af honum) 1/2 bolli ólífuolía 10 litlar kartöflur (flysjaðar) Setjið allt nema kartöflurnar í pott og sjóðið í 10 mínútur. Bætið kartöflunum út í og sjóðið við lágan hita í 45 mínútur. Bætið vatni út í ef rétturinn verður of þurr. Berið fram með góðu brauði.

Humar lasagne (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Fyrst við erum nú farin að tala um humar skal ég skella einni girnilegri humaruppskrift inn. 400g. humar 8 ferskar grænar lasagnaplötur ca. 10cm x 10cm, soðnar og kældar 100g. hvítlauksostur rifinn ostur 3 cl. (einfaldur) Sambuca sítrónusafi úr 1/2 sítrónu salt 1 msk. tómatpuré 1/4 ltr. rjómi 2 dl. humarsoð 50g. smjör 8 stór hvítlauksrif, skorin í sneiðar 6 stórir sveppir, skornir í sneiðar c.a. 1/2 púrrulaukur í sneiðum, skera dökkræna hlutann frá rósapipar steinselja, fínt söxuð Kraumið...

Fiskipottur m/ rækjum og grænmeti (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mjög góður fiskréttur!! 1 msk. olía 1 laukur, saxaður 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt 2-3 gulrætur, skornar í sneiðar 3-4 tómatar, fræhreinsaðir og skornir í bita nokkrar timjangreinar (má sleppa) 1/2 lárviðarlauf 1/2 tsk. kummin, steytt chilipipar á hnífsoddi nýmalaður pipar salt 600g. ýsa, roðflett og beinlaus 1 msk. tómatþykkni (paste) 150 ml. matreiðslurjómi 250g. rækjur 2 vorlaukar, skornir í bita Olían hituð í víðum potti (helst húðuðum) eða á stórri pönnu og laukurinn, hvítlaukurinn...

Rjómaostshorn m/sætri fyllingu (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mjög góð horn sem vekja alltaf lukku þegar ég býð upp á þau. 225g. smjör, mjúkt 225g. rjómaostur 2 tsk. sykur 225g. hveiti 1 eggjahvíta, þeytt m/ 1 msk. af vatni,- notað til að pensla með fylling: 115g. valhnetur, fínt hakkaðar 115g. púðursykur 1 tsk. kanill strásykur Þeytið saman smjör, rjómaost og sykur. Bætið hveiti út í og blandið vel saman svo úr verði myndarleg kúla sem er síðan skipt í tvennt. Kælið í a.m.k. 30 mín. Blandið hráefnunum í fyllinguna saman og geymið. Fletjið hvora...

Fínn brauðréttur (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ef þið eruð orðin leið á þessu “týpísku” brauðréttum, þá á ég hér einn öðruvísi. Virkilega góður og mjög fitandi ;o) 1 dós sýrður rjómi (36%) 1 dós sýrður rjómi (18%) 1 1/2 dl. rjómi 1 dós sveppir (200g.) 1 dós aspas (300g.) 250g. skelfiskur eða krabbakjöt (surim) 100g. skinka 100g. ostur (26%) 10 sn. samlokokubrauð, hvítar 1/2 tsk. karrý 1 tsk. laukduft 1 tsk. Season All Blandið saman sýrðum rjóma og rjóma og bætið safanum af sveppunum og aspasnum út í. Kryddið m/ karrý, laukdufti og Season...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok