Mjög góð horn sem vekja alltaf lukku þegar ég býð upp á þau.

225g. smjör, mjúkt
225g. rjómaostur
2 tsk. sykur
225g. hveiti
1 eggjahvíta, þeytt m/ 1 msk. af vatni,- notað til að pensla með

fylling:
115g. valhnetur, fínt hakkaðar
115g. púðursykur
1 tsk. kanill

strásykur

Þeytið saman smjör, rjómaost og sykur. Bætið hveiti út í og blandið vel saman svo úr verði myndarleg kúla sem er síðan skipt í tvennt. Kælið í a.m.k. 30 mín. Blandið hráefnunum í fyllinguna saman og geymið. Fletjið hvora deigkúlu út í hring og penslið m/ eggjhvítublöndu. Dreifið fyllingunni jafnt yfir hringina og skerið þá svo niður í 12 geira hvorn. Gott að nota pizzuskera. Rúllið hverjum geira upp í horn og byrjið frá breiðari endanum. Setjið hornin á bökunarplötu klædda bökunarpappír og penslið með afgangnum af eggjahv.blöndunni. Stráið sykrinum yfir og bakið við 200°c þar til hornin fara að brúnast.
Sá sem margt veit talar fátt