Matarmikil súpa Í gær eldaði ég alveg ofsalega góða súpu. Ég fann uppskriftina á heimasíðu eins leikskólans á Akureyri. Ég borðaði af bestu lyst, maðurinn minn borðaði af bestu lyst og einnig 2 ára dóttir okkar, sem er vanalega mjög matgrönn. Hún borðaði og borðaði og var mjög ánægð með matinn. Þar sem ég átti ekki gulrætur notaði ég rauða papriku í staðinn. Mæli með að þið prófið þessa uppskrift, hvort sem þið kjósið að nota gulræturnar eða papriku.

Matarmikil tómatsúpa frá Englandi

1 dós bakaðar baunir í tómatsósu
6 dl. grænmetissoð
1 dós niðursoðnir tómatar
2 gulrætur, þunnt sneiddar
3 fínsaxaðir laukar
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk. timían
salt og pipar
1 bolli makkarónur

Baunir og tómatar eru sett saman í pott. Grænmetissoði, gulrótum, lauk, hvítlauk og timían bætt út í og látið sjóða í 30 mín. eða þar til gulræturnar eru soðnar. Kryddaðu með salti og pipar eftir smekk. Súpan er borin fram með heilhveitibrauði og osti.
Sá sem margt veit talar fátt