Eftir að hafa verið í miklum kjötveislum yfir hátíðarnar getur verið gott að fá sér e-ð léttara að borða. Hér er uppskrift af girnilegum grænmetisrétti:

1 grænt epli, afhýtt og skorið smátt
1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn smátt
3 meðalstórar gulrætur, rifnar eða saxaðar smátt
3 tómatar, kjarninn fjarlægður og tómatarnir skornir smátt
3 hvítlauksrif, pressuð
120 g sólþurrkaðir tómatar, maukaðir
50 g sesamfræ, ristuð
35 g (u.þ.b. 2 msk.) grænt pestó
1 msk. Dijon-sinnep
handfylli af steinselju, saxaðri
svartur pipar og salt e. smekk

Þessu öllu er blandað vel saman. Gott að setja í pítubrauð eða bollur. Salat eða kál að vild, sett í brauðið líka.
Sá sem margt veit talar fátt