Mér finnst gúllassúpa alveg rosalega góð. Langaði til að deila með ykkur uppskriftinni sem mér finnst best.

500g. nautagúllas
500-600g. kartöflur
2 stórir laukar
matarolía til steikingar
2 msk. paprikuduft
1 dós tómatkraftur (140g.)
1 1/2 ltr. nautakjötssoð
1 box rjómaostur m/ hvítlauk (110g.)
salt
pipar

Skerið nautakjötið í um 1 cm. teninga. Grófsaxið laukana. Brúnið kjötið í matarolíu í potti og bætið lauk og paprikudufti saman við. Hellið tómatkrafti út í ásamt nautakjötssoði. Látið sjóða í 25-30 mín. Afhýðið kartöflurnar á meðan og skerið í 1 cm. teninga. Leysið hvítlauksostinn upp í dálitlu af kjötsoðinu. Setjið út í ásamt kartöfluteningunum og látið sjóða áfram í 15-20 mín. eða þar til kjötið er orðið meyrt. Kryddið með salti og pipar.
Sá sem margt veit talar fátt