Ég ætla að hafa grænmetislasgne í matinn í kvöld. Ég hef einu sinni áður gert þessa uppskrift og fannst hún mjög góð. Bragðið er samt svolítið sérkennilegt (út af kúmeninu) en vel þess virði að prófa.

175g. lasagneblöð
2 laukar, sneiddir
100g. blaðlaukur, sneiddur
2 hvítlauksrif, pressuð
1 dós niðursoðnir tómatar
1/4 agúrka, skorin í strimla
100g. sveppir, sneiddir
100g. spergilkál (brokkólí), sundurtekið
1/2 tsk. basilikum
1 msk. tómatpúrra
salt og pipar
25g. valhnetur (má sleppa)
4 dl. hrein jógúrt
2 egg
1/2 tsk. kúmen
1 dl. rifinn ostur
olía

Látið lauk, blaðlauk, sveppi, hvítlauk og spergilkál á pönnu ásamt 1 msk. olíu og látið krauma þar til það hefur linast aðeins. Blandið tómötum í dós og agúrkustrimlum saman við og látið sjóða við vægan hita í 5 mín. Á meðan grænmetisblandan er að eldast blandið kryddi saman við og bragðbætið. Raðið í eldfast mót þannig að neðst kemur grænmetisblanda og síðan lasagneplötur, leggið þannig í lögum í mótið og endið á grænmetisblöndu. Þeytið saman í skál jógúrt og eggjum, blandið ostinum og kúmeninu saman við og hellið yfir réttinn. Rifinn ostur látinn yfir ef vill. Bakið í miðjum ofni við 180°c í 30-40 mín.

Berist fram með góðu brauði
Sá sem margt veit talar fátt