Brokkólí- og gulrótalasagne Lasagne er alltaf gott! Skemmtilegt að prófa öðruvísi lasagne en með nautahakki.

4 bollar brokkóli, saxað
2 bollar gulrætur, saxaðar
9 lasagneplötur
2 dósir Cream of Mushroom
3/4 bolli rifinn parmesan ostur
3/4 bolli kotasæla
3 bollar rifinn mozzarella ostur
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. rómarín
2 tsk. paprikuduft

Gufusjóðið brokkólíið og gultæturnar þar til það er orðið mjúkt. Sjóðið lasagneplöturnar. Blandið saman Cream of Mushroom, 1/2 bolla af parmesan, kotasælu og 2 bollum af mozzarellu, í stórri skál. Blandið vel og takið 1 og 1/4 bolla af blöndunni frá og geymið. Setjið hvítlauksduft og rósmarín, ásamt soðnu grænmetinu út í afgangssósuna. Takið eldfast mót og setjið 3 plötur á botninn og helminginn af grænmetisblöndunni þar yfir. Setjið þá 3 aðrar plötur yfir og restina af blöndunni ofan á og svo síðustu 3 plöturnar. Setjið þá sósuna sem var geymd til hliðar, ofan á allt saman. Dreifið 1 bolla af mozzarella osti yfir. Blandið saman paprikudufti og 1/4 bolla af parmesan osti og stráið yfir mozzarelluna. Setjið álpappír yfir og bakið við 190°c í 30 mín. Takið þá álpappírinn af og bakið í 10 mín. í viðbót.

Kv. hamid
Sá sem margt veit talar fátt