Þessi uppskrift er í nýjasta Gestgjafanum - áramótablaðinu. Mér finnst hún ekkert smá girnileg. Hugsa um að gera svona fyrir áramótin.

200 g rjómaostur, helst Philadelfia
1 laukur, fínsaxaður
1 rauð paprika, fínsöxuð
350 g nautahakk
1 msk. ólífuolía
1/2-1 tsk. rauður pipar, malað krydd (má sleppa)
1 dós niðursoðnir tómatar, maukaðir
2 hvítlauksrif, pressuð
1 bréf taco krydd
1 tsk. sykur
salt og svartur pipar
1/4 tsk. cayenne pipar eða nokkrir dropar Tabasco sósa
70 g cheddar ostur, rifinn
3 msk. jalapeno pipar, fínsaxaður
10 cm blaðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
50 g svartar ólífur, skornar í sneiðar

nachosflögur sem meðlæti

Stillið ofninn á 225°c. Breiðið úr rjómaostinum yfir botninn á eldföstu móti og leggið það til hliðar. Steikið lauk, papriku og hakk í olíu. Kryddið með rauðum pipar, ef þið notið hann. Hellið tómötunum út í og hrærið hvítlauknum saman við. Drefið taco kryddi yfir. Hrærið. Látið sjóða án loks í 5-8 mín. Kryddið eftir smekk með sykri, salti, pipar og cayenne pipar eða Tabasco. Kjötkássa á að vera þykk og enginn vökvi að renna úr henni. Dreifið kássunni jafnt yfir rjómaostinn í eldfasta mótinu. Stráið osti, jalapeno pipar og blaðlauk yfir. Dreifið ólífum yfir allt saman. Bakið í 15-20 mín. Berið fram heitt með nachosflögum. Þennan rétt er hægt að útbúa með góðum fyrirvara, t.d. daginn áður. Ef það er gert er gott að kæla kássuna áður en hún er sett ofan á rjómaostinn.
Sá sem margt veit talar fátt