Ofsalega góð uppskrift af hakkbollum sem tekin er upp úr e-u dönsku kerlingablaði. Mæli eindregið með henni ;o)

400 g magurt svínahakk (10-12% feitt)
1 1/4 tsk salt
ca. 100 g furuhnetur
1 egg
1 dl mjólk
2 msk hveiti
2 msk sojasósa
1 msk engifer (ferskt, rifið)
1 tsk rifinn lime- eða sítrónubörkur
pipar
olía til steikingar

Hrærið kjötið með salti. Hakkið furuhneturnar frekar fínt. Hrærið öllum hráefnunum saman við kjötið. Látið blönduna bíða í ísskáp í klukkutíma. Hrærið aftur í kjötdeiginu og búið svo til litlar bollur og steikið bollurnar í olíu. Takið bollurnar af pönnunni og hellið olíunni af pönnunni.

meðlæti:
Sjóðið hrísgrjón og kælið, skerið niður papriku í teninga og hrærið saman við ásamt gúrkuteningum og maís úr dós. Hellið smá olíu saman við og limesafa og kryddið með salti og pipar. Ef maður vill sterkan mat, þá má bæta út í hrísgrjónablönduna smá sambal oelek.
Sá sem margt veit talar fátt