Súkkulaðikökur er gjarnan á borðum í barnaafmælum. Skemmtilegt er að gera e-ð annað en bara kringlótta köku með kremi. En það eru ekki allir flinkir að gera listaverk úr kökunum sínum. En þessi kaka hér er mjög einföld í gerð og vekur mikla lukku hjá börnunum.

Þetta er deig í tvö hringform með gati:

4 egg
400g. sykur
3 dl. vatn
100g. smjör
200g. hveiti
3 tsk. lyftiduft
3-4 msk. kakó

Krem:
60g. smjör
3 msk. síróp, kúfaðar
100g. súkkulaði

Stífþeytið eggin, bætið sykri út í smám saman og þeytið vel. Sjóðið saman vatn og smjör, látið kólna örlítið. Sigtið hveiti, kakó og lyftid. og hrærið saman við eggin í smá skömmtum ásamt vatni og smjöri. Deigið á að vera mjög lint. Setjið í 2 smurð hringform með gati, setjið í kaldan ofninn, stillið á 150°c fyrst í 15 mín, eftir að hitinn er kominn upp, hækkið hann í 175°c og bakið áfram í 30 mín. látið kólna í forminu. Allt í kremið sullað saman. Skiptið kökunum í tvennt og raðið þannig að helmingarnir hlykkist eins og ormur, hellið kreminu yfir og látið leka niður á hliðarnar. Skreytið kökuna með allskonar sælgæti að vild, setjið t.d. fætur, augu og hrygg.
Sá sem margt veit talar fátt