Ofsalega girnileg ostakaka!!

botn: 11 hafrakexkökur, muldar
1/4 bolli sykur
1/4 bolli brætt smjör

fylling:
900g. rjómaostur, við stofuhita
1 1/4 bolli sykur
6 stór egg
3 msk. appelsínulíkjör
5 tsk. fínt rifinn appelsínubörkur
2 tsk. vanillusykur

sósa:
2 bollar sykur
1/2 bolli vatn
1/2 bolli þeyttur rjómi
3 msk. appelsínulíkjör

botn:
Hitið ofninn á 230°c. Setjið kex og sykur í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar til kexið er orðið að fínni mylsnu. Bætið smjörinu út í; látið ganga þar til mylsnan er orðin svolítið blaut. Þrýstið mylsnunni í botninn í kringlóttu smelluformi. Bakið í u.þ.b. 12 mín. Takið út og kælið alveg. Ekki slökkva á ofninum.

fylling:
Þeytið rjómaost og sykur í stórri skál, þar til blandan er orðin mjúk. Bætið eggjum, líkjör, appelsínuberki og vanillu út í. Þeytið þar til allt er vel blandan saman. Hellið fyllingunni á botninn. Bakið í 15 mín. Lækkið þá hitann niður í 150°c og bakið í u.þ.b. 55 mín. Þ.e. þegar kakan virðist hafa lyft sér svolítið, miðjan dúar þegar formið er hrist en utar virðist hún alveg bökuð í gegn. Takið hana út og rennið hnífi meðfram brúnunum til að losa kökuna frá; kælið. Leyfið kökunni að eiga sig yfir nótt. Það má gera kökuna með 2 daga fyrirvara.

sósa:
Hrærið saman sykri og vatni í potti yfir meðl-lágum hita, þar til sykurinn er uppleystur. Hækkið þá hitann og látið sjóða. Sjóðið án þess að hræra þar til sírópið dökknar, u.þ.b. 9 mín. Takið af hitanum. Að lokum skulið þið bæta rjómanum út í (blandan mun “bubbla” all hressilega). Hrærið yfir lágum hita þar til blandan er orðinn slétt og felld. Takið af hitanum. Hræið líkjör út í. Má gera með 2 daga fyrirvara; þarf þá að vera lok yfir sósunni og hún í kæli. Þegar á að bera hana fram skulið þið endurhita hana (þ.e. ef þið hafið gert hana með fyrirvara) við lágan hita.
Sá sem margt veit talar fátt