Mjög góður fiskréttur!!

1 msk. olía
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
2-3 gulrætur, skornar í sneiðar
3-4 tómatar, fræhreinsaðir og skornir í bita
nokkrar timjangreinar (má sleppa)
1/2 lárviðarlauf
1/2 tsk. kummin, steytt
chilipipar á hnífsoddi
nýmalaður pipar
salt
600g. ýsa, roðflett og beinlaus
1 msk. tómatþykkni (paste)
150 ml. matreiðslurjómi
250g. rækjur
2 vorlaukar, skornir í bita

Olían hituð í víðum potti (helst húðuðum) eða á stórri pönnu og laukurinn, hvítlaukurinn og gulræturnar látið krauma við vægan hita í um 10 mínútur. Þá er tómötum, timjani, lárviðarlaufi, kummini, chilipipar, pipar og salti bætt út í og látið malla áfram við hægan hita í um 10 mínútur í viðbót. Hrært oft á meðan. Ýsan skorin í bita og krydduð með pipar og salti. Hitinn hækkaður ögn og grænmetinu ýtt til hliðar og ýsan sett á pönnuna. Steikt í um 1 mínútu og síðan snúið. Tómatþykkninu hrært saman við rjómann og hellt á pönnuna. Hitað að suðu og látið malla í um 2 mínútur en þá er rækjunum dreift yfir ásamt vorlauknum, hrært gætilega og látið malla áfram þar til rækjurnar eru heitar og fiskurinn soðinn í gegn. Timjanið og lárviðarlaufið fjarlægt. Borið fram t.d. með pasta eða hrísgrjónum.
Sá sem margt veit talar fátt