Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Harlem Globetrotters til landsins (19 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Samkvæmt fréttablaðinu í dag er Harlem GLobetrotters liðið væntanlegt aftur til landsins og heldur 2 sýningar 22. maí og hefst miðasalan 8. mars. EIns og flestum er kunnugt kom þetta stórskemmtilega sýningarlið til landsins fyrir um tveimur árum (vá, svona langt síðan) og fór ég á sýninguna og skemmti mér konunglega við að sjá þetta lið leika listir sínar. Mun færri komust að en vildu síðast … enda var uppselt á allar sýningar liðsins síðast (allavegana í Laugardalshöll). Ég hvet alla þá sem...

New Jersey Sjóðheitir (5 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það rýkur uppúr New Jersey Nets liðinu eftir hvern leik… svo heitir eru þeir þessa dagana. Þeir sigruðu 14. leik sinn í röð í nótt og 13. í röð undir stjórn Lawrence Frank, eftir að Byron Scott var leystur úr starfi sínu. Byron Scott hafði verið þjálfari liðsins síðan janúar árið 2000 meðal annars leitt liðið tvisvar í úrslit NBA. Frank Lawrence hafði verið aðstoðarþjálfari Scott's en fékk nú í síðasta mánuði loks tækifæri. Áður en Frank kom til Nets hafði hann verið aðstoðarþjálfari hjá...

Þátturinn í gær (24 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já þátturinn í gær var algjör schnilld. Hann byrjaði á því að sýna frá hinu rosalega óveðri sem hertók panama eyjarnar. Rupert og félagar í Saboga (held ég) lentu algjörlega í því því að skýlið sem Rupert var svo sniðugur að byggja … það fylltist fljótt af vatni og urðu þau þá úti um nóttina … í grenjandi rigningu og voru byrjuð að pæla í því hvort að þeim yrðu einfaldlega ekki bara bjargað … en þá datt minnti Ethan fólkið á að þetta er SURVIVOR. Fyrsta keppnin var bara svona einfalldur...

Rookie Race (17 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Nú er langt liðið á tímabilið og nýliðar fengið að venjast deildinni og allt umsvifið í kringum hana (ferðalögin, æfingar, fjölmiðla og fleira). Ég hef nú pínu tíma … alveg nývaknaður og vil aðeins að fara að spá í Rookie of the year og fleira. Baráttan um Rookie of the year er aðalega um tvo leikmenn. Carmelo Anthony og LeBron James. Mikið hefur verið deilt um hvernig þessi verðlaunum er úthlutað eða hvernig menn dæma um hver fær þessi verðlaun. LeBron James hefur átt mjög gott tímabil og...

Allt að gerast (7 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Deildin er komin í gang eftir All-Star break-ið og skemmtilegir hlutir búnir að gerast. Ég og Jois gagnrýndum Kobe soldið fyrir að vera dálítið kærulaus eða reyndar … vantaði svona smá í hann og að hann sýndi engan áhuga á því sem hann var að gera. En Kobe skrapp greinilega á huga og las þetta og ákvað að taka sig á en Kobe hefur brillerað í þessum 2 leikjum sem Lakers hafa spilað síðan All-Star leikurinn var. Fyrir 3 dögum tóku Lakers á móti Portland Trailblazers. Kobe átti stóran hlut í...

Stjörnuleikurinn (24 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hinn árlegi stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í gær/nótt í staples center í Los Angeles, heimavöllur L.A Lakers og L.A Clippers og var þetta 53. stjörnuleikurinn.. Leikmenn voru kosnir úr NBA deildinni og fengu þeir sem hlutu flest atkvæði að spila í þessum skemmtilega leik og sigraði Vince Carter í atkvæðagreiðslunni með yfir 2.000.000 atkvæða. Carter hefur nú leitt atkvæðagreiðsluna fjórum sinnum, jafnmörgum sinnum og Julius Erving en á enn langt í land til þess að ná Jordan nokkrum...

Helgin (10 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Jú eins og flestir vita er hinn skemmtilegi Stjörnuleikur NBA á sunnudaginn. Fá þá þeir sem eru svo heppnir að vera áskrifendur að Sýn að njóta leiksins. En stjörnuleikurinn er ekki það eina sem þessi helgi hefur uppá að bjóða. Ýmis önnur dagskrá er í höllinni í L.A sem bandaríkjamenn fá að spekka en við ekki. Vonandi verður breyting á því í framtíðinni svo að við fáum að sjá flest sem helgin hefur uppá að bjóða en ég ætla aðeins að fara yfir hvað það er. Í kvöld/nótt er “nýliða leikurinn”...

Hawks og Portland skipta á mönnum (10 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Enn gerist það. Portland Trailblazers halda áfram að skipta vandræða mönnum sínum. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann Shareef Abdur-Rahim skorar 27 stig og tekur 10 fráköst fyrir Hawks í óvæntum sigri Hawks á Dallas, þá er hann trade-aður ásamt Theo Ratliff og Dan Dickau. Hawks fengu í staðinn þá Rasheed Wallace og Wesley Person. Billy Knight, general manager hjá Hawks segist ekki ætla að dæma Rasheed eftir hvað aðrir segja um hann, heldur hann er hjá þeim. Á síðasta tímabili var...

Stoðsendingakóngar (22 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þegar menn heyra orðið … stoðsendingakóngur, koma nöfn eins og John Stockton og Magic Johnson þá eiginlega fyrst í hausinn á manni. Eða allavegana af þessum gaurum sem eru retired. Magic nokkur Johnson á það metið yfir flestar stoðsendingar í leik eða 11,2 í þeim 906 leikjum sem hann spilaði. Hreint út sagt frábær leikmaður og einstaklega frábær sendingamaður og má líka nefna að hann var 6-9 á hæð, einn af stærstu point gard sögunnar. Margir vilja líka meina það að John nokkur Stockton er...

Vonin (5 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já, ég þurfti að skrifa sögu eða “smásögu” fyrir skólann. Gerði ég sögu í, flýti mætti segja svo að þessi saga er ekkkert perfect en neitt en ég ákvað að skella henni bara hingað inn. Vona að fólk nenni að lesa og commenta kannski. BÚMM. Þarna sprakk eitthvað rétt hjá mér. Mig grunaði hvað var að gerast, en vildi ekkert segja. Bróðir minn grét. Skelfing greip um mig. Pabbi hljóp til mín og greip í mig. – Komdu, það er byrjað, sagði hann. Ég vissi þá nákvæmlega hvað var að gerast. Stríðið var...

Dallas óstöðvandi (12 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það er kvöld í Seattle. Supersonics fá Dallas Mavericks í heimsókn. Mórallinn er mjög góður í Dallas liðinu og allir vel stemmdir. 8 sigurleikir í röð að baki og stefna þeir að þeim 9. hér í Seattle. Leikurinn byrjar ekki vel fyrir Dallas, Seattle komast í 12-4, og Dallas taka leikhlé. Dallas jafna svo leikinn 14-14 innan við tveggja mínútna. 26-33 fyrir Dallas eftir 1. leikhluta. Seattle ná að komast yfir í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var 61-58, settle í vil. Seattle komast í 80-72 og...

Sacramento - Dallas (11 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já ég eins og flestir sem eiga Sýn (eða horfðu á þetta ruglað) og sögðu FOKK handbolta horfði á útsýningu Sacramento Kings - Dallas Mavericks. Fyrir leikinn var búist við svakaleik, bæði frábær lið, skora bæði mjög mikið og spila rosalega skemmtilegan bolta. Dallas á heimavelli, búnir að vinna 7 leiki í röð og Sacramento með besta árangur í deildinni. Allt stefndi í góðan leik. Fyrri hálfleikur einkenndist af já, skemmtilegum leik, hröðum leik og auðvitað fylgdu margir tapaðir boltar hraða...

Yfirlit (17 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já nú er NBA tímabilið svo gott sem að hálfna og hef ég nokkrar mínútur og vil því fjalla kannski aðeins um tímabilið eða kannski … svona tilnefningar. Einnig vil ég líka koma því á framfæri að þetta eru mínar skoðanir og getur vel verið að ég gleymi einhverju eða einhverjum. Spútnik lið ársins … óvæntasta liðið: Já án efa verður þetta að vera Denver Nuggets að mínu mati. Mörg lið hafa komið á óvart og eru Denver, Utah og Memphis þar einna helst, öll liðin yfir 50% vinningshlutfalli. Memphis...

New York, lið að rísa (7 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Eins og kannski flestum er kunnugt, eða þeim sem fylgjast vel með NBA boltanum þá styrktu NY liðið sig um daginn þegar þeir fengu þá Stephon Marbury og Penny Hardaway (meðal annars) í stórum skiptum frá Pheonix Suns. Voru þetta miklar fréttir í boltanum og þóttu New York styrkja lið sitt til muna við þessar skiptingar. Eins og mörgum er kunnugt þá hafa New York mönnum gengið upp og niður síðustu tímabil. 37 sigrar í fyrra og engin úrslitakeppni, 30 sigrar þar áður. Hafa NY menn misst af...

Detroit heitir (4 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Detroit Pistons eru heitasta liðið í deildinni í dag, í sigruðum leikjum í röð en ég held að San Antonio séu heitasta liðið þannig séð, unnið 16 af síðustu 17 leikjum liðsins. En við fjöllum ekki nánar um það heldur fær Detroit Pistons athygli mína. Detroit hafa sigrað 8 leiki í röð og eru þannig séð heitasta liðið í dag. Detroit áttu mjög gott síðasta tímabil, sigruðu 50 af 82 leikjum liðsins. Þurftu hinsvegar 7 leiki til þess að slá Orlando út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Sigruðu...

Haukar (21 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég ætla hér aðeins að fjalla um Hauka í Intersport deildinni. Gengi liðsins hefur verið mjög mismunandi milli ára. Árið 2000 höfnuðu Haukarnir í öðru sæti í deildinni. Einn besti árangur liðsins síðan þeir urðu meistarar árið 1988. Síðan þá hafa þeir farið upp og niður milli tímabila en í fyrra náðu þeir 3. sætinu í deildinni. Í gegnum árin var aðal maðurinn í liðinu Jón Arnar Ingvarsson. Hann fór í fyrra til Breiðabliks. Í ár hefur Hauka liðið breyst mjög mikið og þá aðalega yngst upp og...

Lakers ströggla (15 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þann 2. janúar, í leik Los Angeles Lakers og Seattle Supersonics þarf Shaquille O'Neal að fara af leikvelli eftir aðeins 14 mínútna leik. Meiðsli í kálfa var niðurstaðan og er óvíst með hvenær hann komi aftur. Fyrr í Desember meiddist Karl Malone og er hann að Injured listanum núna (að ég held). Töpuðu Lakers leiknum sem Shaq meiddist í með dramatískum hætti. Þar næsta kvöld mættu Lakers nágrönnum sínum í Clippers. Töpuðu Lakers öðrum dramatísku tapi, 101-98. Kobe Bryant gerði allt sem hann...

Bland í poka (11 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hér ætla ég að skrifa um nokkra hluti sem hafa vakið athygli mína undanfarna daga. Ray Allen, leikmaður Seattle Supersonics prýddi fyrstu 25 leiki tímabilsins á “injured list” en hann var frá vegna meiðsla í hægri ökkla. Er hann nú kominn aftur og hafa Sonics unnið 4 af síðustu 5 leikjum liðsins. Allen hefur rækilega stimplað sig inní lið Sonics og skorað 24,8 stig að meðaltali í þessum 5 leikjum sem hann hefur spilað, 5.2 stoðsendingar og 4,6 fráköst. Í nótt tóku Supersonics á móti Los...

Lakers að slaka á (11 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Frá 19 nóvember til 9 desember unnu Lakers 10 leiki í röð. Þá hafði skorið þeirra farið uppí 18 sigra af 21 eða 3 töp. Var ég þá farinn að velta því fyrir mér hvort að þeir ættu möguleika á því að slá met Chicago Bulls frá árinu 1997, aðeins 10 töp á tímabilin. Síðan þá hafa þeir tapað 4 af 6 leikjun þeirra. Þetta byrjaði allt á tapleik þeirra á heimavelli gegn Dallas Mavericks. Dallas léku á alls oddi og sigruðu örugglega 110-93. Það er ekki oft sem að Lakers tapa á heimavelli. Ég þori ekki...

Gleðileg Jól (9 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég vil óska öllum hugurum gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári. Einnig vil ég þakka þeim sem stundað hafa þetta áhugamál og með von um frekari samstarf á komandi ári. Vonandi prýðir körfubolta dót jólapakkana í ár. Og muna svo … það er betra að gefa en að þiggja. Muna það og muna einnig Borða mikið Opna pakka Sprengja mikið Bestu jólakveðjur Goat

LeBron heitur (12 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Cleveland Cavaliers hafa nú unnið tvo útileiki í röð en fyrsta útisigur Clevelands urðu við áskrifendur vitni að föstudagsnóttina. Höfðu þeir ekki sigrað útileik síðan í Janúar á þessu ári. Cavaliers sigruðu Sixers 88-81 en Sixers léku án Allen Iversons en hann er frá vegna meiðslna í hægri hné. LeBron lék á alls oddi og skoraði 36 stig, en metið hans er 37 í ár. Hitti hann 9 af sínum 19 tveggja stiga skotum og 5 af 7 þristum. Einnig stal hann 4 boltum og gaf 5 stoðsendingar. Mjög...

Dwyane Wade (9 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Nýliði Miami Heat, Dwyane Wade hefur verið að standa sig í undanförnum leikjum Miami Heat og er farinn að gera atlögu að Lebron og Carmelo (í besti nýliðinn það er að segja). Miami hafa unnið 4 af síðustu 5 leikjunum sínum og eru komnir á gott ról eftir slaka byrjun og hafa þeir breytt skorinu úr 5-15 í 9-16. Wade var valinn fimmti í nýliða valinu. Lék hann með Marquette háskólanum. Skoraði hann 21,5 stig á síðasta tímabili sínu með Marquette, góða nýtingu (50 %), tók 6,3 frákös og gaf 4,4...

Vandræði hjá Phoenix (15 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Lið Phoenix Suns hefur ollið mér mjög miklum vonbrigðum í ár en þeir prýða síðasta sæti Kyrrahafs riðilsins með rúmlega 36% vinningshlutfall (skemmtileg staðreynd að ef að þeir væru í Atlantshafsriðlunum væru þeir Fjórða sætinu). Hafa þeir tapað 14 af sínum 22 leikjum en enduðu síðasta tímabil með skorið 44-38 eða 44 sigrar af 82 sem gerir yfir 50%. Ekki skortir þetta lið góða leikmenn en ég hef fílað þetta lið út af skemmtilegu leikmönnum liðsins. Byrjunarliðið hefur verið svona … C: Scott...

Philadelphia (9 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég ætla nú aðeins að fjalla um uppáhalds liðið, Philadelphiu 76ers og gengi þeirra í vetur. Ég gerði mér miklar vonir um þetta lið í vetur. Þeir náðu að næla sér í Glen \“Big Dog\” Robinson og var hann eiginlega það sem þeir þurftu, góðan forward sem gat tekið fráköstin og skorað en Robinson hefur alltaf verið með um 20 stig í leik þegar hann spilaði með Milwaukee. Robinson er stór og sterkur maður, rétt rúmlega 2 metrar og 108 kg og þjónar Philadelphiu mikið betur en hann Keit Van Horn, sem...

Carmelo Anthony (7 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Carmelo Anthony, nýliði Denver og þriðji í nýliða valinu hefur verið mikið í skugganum af nýliða Cleveland Cavaliers. En alltaf eru fjölmiðlar og spekingar vestanhafs að bera þessa tvo leikmenn saman og þegar lið þeirra mætast túlka þeir það sem einvígi á milli þeirra. Carmelo er 19 ára gamall, er rétt yfir 2 metrana og er rétt undir 100 kg. Carmelo spilaði með Syracuse háskólanum. 2002-2003 lék hann 35 leiki með skólanum og skoraði að meðaltali 22 stig á leik og tók um 10 fráköst. Sterkustu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok