Dallas óstöðvandi Það er kvöld í Seattle. Supersonics fá Dallas Mavericks í heimsókn. Mórallinn er mjög góður í Dallas liðinu og allir vel stemmdir. 8 sigurleikir í röð að baki og stefna þeir að þeim 9. hér í Seattle. Leikurinn byrjar ekki vel fyrir Dallas, Seattle komast í 12-4, og Dallas taka leikhlé. Dallas jafna svo leikinn 14-14 innan við tveggja mínútna. 26-33 fyrir Dallas eftir 1. leikhluta. Seattle ná að komast yfir í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var 61-58, settle í vil. Seattle komast í 80-72 og Dallas taka leikhlé. Ekkert að að virka. Dallas ná að jafna leikinn, 82-82 og Nowitzki í miklum ham. 92-88 fyrir Dallas eftir 3 leihluta.

Komum við svo inn í stöðunni 112-108 fyrir Seattle. Steve Nash, drævar inn, skytur, villa karfa góð. Hittir úr vítinu, 112-111. Núna skiptast liðin á að vera á vítalínunni. 36 sek til leiksloka og hittir úr 3 stiga skoti, jafnar leikinn 116-116. Seattle taka stutt timeout. Rashard Lewis tekur lay-up skot… hittir ekki (22 sek eftir). Dallas taka frákast, og Lewis brýtur. Nú er það bara Nowitzki og vítalínan (21 sek). Bæði skotin klikka. Lewis frákast og settle timeout (20 sek). Láta Seattle menn tíman líða og þegar 2 sek eru eftir þá tekur Ray Allen skot, en Michael Finley ver skotið, Antoine Walker tekur frákastið og biður um leikhlé. Spennan í hámarki. Finley tekur síðan innkastið .. á Walker, Walker með fade away skot og …. ONÍ. Dallas vinna leikinn á game winning buzzer.

Maður leiksins án efa Dirk Nowitzki.43 stig, 8 af 11 þriggja stiga skotum. Ótrúleg frammistaða. Steve Nash með 19 stig og 8 stoð. Var þetta 9. sigur Dallas í röð. Þar af meðal Portland (108-104), New Jersey (106-93), Lakers (106-87) svo unnu þeir Sacramento í beinni útsýningu á sýn á laugardaginn. Hafa Dallas nú fært sig ofar en San Antonio … sem er með 30-17 en Dallas 29-16. Dallas byrjuðu ekki það vel, miðað við í fyrra en hafa nú bætt sig mjög mikið, hafa skorað yfir 100 stig í 6 leikjum í röð og 16 sinnum af síðustu 18. Dallas hafa skorað 110 stig að meðaltali í leik síðustu 10 leiki.