Það rýkur uppúr New Jersey Nets liðinu eftir hvern leik… svo heitir eru þeir þessa dagana. Þeir sigruðu 14. leik sinn í röð í nótt og 13. í röð undir stjórn Lawrence Frank, eftir að Byron Scott var leystur úr starfi sínu. Byron Scott hafði verið þjálfari liðsins síðan janúar árið 2000 meðal annars leitt liðið tvisvar í úrslit NBA. Frank Lawrence hafði verið aðstoðarþjálfari Scott's en fékk nú í síðasta mánuði loks tækifæri. Áður en Frank kom til Nets hafði hann verið aðstoðarþjálfari hjá Vancouver og þar áður aðstoðarþjálfari hjá háskólanum í Tennessee.

Er þessi byrjun hans hjá Nets met í NBA yfir flesta sigurleiki í röð sem nýr þjálfari …. eða eitthvða í þá áttina. Reyndar eru þessir leikir sem Nets hafa sigrað frekar auðveldir eða … flest eru þetta lið úr austurströndinni. Má þar nefna Sixers, Orlando, Miami, Cleveland, Boston, Atlanta og Toronto. Þegar Scott var leystur af störfum var liðið í 22 sigrum og 20 töpum en á sama tíma í fyrra (undir stjórn Scotts) var liðið í 29 sigrum og 14 töpum.

Núna hefur liðið hinsvegar í efsta sæti Atlantshafs riðilsins (reyndar lélegasti riðillinn) með skorið 35-20 og er í öðru sæti yfir austurdeildina … á eftir Indiana Pacers sem eru í 42-15.

Kenyon Marting og Richard Jefferson hafa farið mikinn og skipt á milli sín stigaskorinu. Jason Kidd er búinn að spila vel og gaf meðal annars season high stoðsendingar á móti Toronto … 15 talsins. Kidd er ekki að skora jafn mikið og í fyrra, né að hitta jafn vel en hann bætir það upp með að hækka stoðsendingarnar hans og eru þær komnar uppí 9,7 á leik.

Frábær vörn Nets liðsins er grundvöllurinn að sigri þeirra og hafa Nets menn aðeins fengið á sig 82 stig í leik undanfarna 10 leiki og er það það lægsta sem er núna í NBA. Einnig leiðir liðið deildina í fráköstum í síðustu 10 leikjum .. með rúm 46,1 fráköst … jafnmörg og Dallas.

New Jersey er án efa eitt af þeim liðum sem koma til greina sem austurdeildar meistarar. Ég persónulega spái að Indiana …. Nets og Detroit munu eiga eitthvað í vesturstrandarliðin. Ef að Lakers komast í úrslit þá held ég að Detroit gæti ráðið eitthvað við Lakers en það er aldrei að vita. Við höfum séð hvað Lakers liðið gerir við lið eins og New Jersey … sópar því í fjórum leikjum.