Hawks og Portland skipta á mönnum Enn gerist það. Portland Trailblazers halda áfram að skipta vandræða mönnum sínum. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann Shareef Abdur-Rahim skorar 27 stig og tekur 10 fráköst fyrir Hawks í óvæntum sigri Hawks á Dallas, þá er hann trade-aður ásamt Theo Ratliff og Dan Dickau. Hawks fengu í staðinn þá Rasheed Wallace og Wesley Person. Billy Knight, general manager hjá Hawks segist ekki ætla að dæma Rasheed eftir hvað aðrir segja um hann, heldur hann er hjá þeim.

Á síðasta tímabili var Wallace dæmdur í 7 leikjabann eftir að hóta dómara eftir leik. Á 2000-2001 tímabilinu setti hann met í NBA með 41 tæknivillu.

Shareef Abdur-Raheem var valinn þriðji í nýliðavalinu árið 96 af Vancuver. Kom til Hawks tímabilið 01-02. Stigaskorið hans hefur alltaf verið mjög nálægt 20 stigum í leik og rétt yfir 9 fráköst og með um 48% skotnýtingu. Theo Ratliff hefur reynst Atlanta alveg ágætlega. Rétt yfir 8 stig í leik og rétt yfir 7 fráköst. Er líklegt að hann muni berjast við Dale Davis um C: stöðuna. Dan Dickau hefur ekki getað neitt frá því að hann kom í deildina. 3,7 stig á nýliðaárinu og 2,1 í ár. En hann böggaði mig samt heavy mikið í NBA Live.

Kíkjum nú aðeins á fenginn hjá Atlanta. Eins og ég hef minnst á er hann Wallace MIKILL vændræðadrengur. En engu að síður góður körfuknattleiksmaður. Draft-aður fjórði árið 95 af Washington Bullets (held að þeir hétu það þá). Skiptur á næsta ári til Portland og hefur verið þar síðan (nema núna). Á undanförnum árum hefur hann verið að skora um 19 stig í leik og taka yfir 7 fráköst. Bara mjög svipaður og Abdur-Raheem.

Wesley Person var draft-aður árið 94 af Phoenix. Var þar þrjú tímabil og fór svo til Cleveland. Var þar í 5 ár svo var haldið til Memphis. Kom síðan þetta tímabil til Portland. Ferillinn byrjaði vel miðað við að hann var draft-aður 23. Að skora yfir 12 stig fyrstu 5 árin sín en árið í ár hefur ekki verið neitt sérlega skemmtilegt hjá honum. Byrjaði tímabilið hjá Memphis þar sem hann spilaði 16 leiki og skoraði 5 stig (í leik). Síðan skiptur til Portland og nú er hann aftur trad-aður.

Hawks græddu þannig á skiptunum að þeir losnuðu við smá launavesen en Adbur-Raheem græðir meira á þessu ári en Wallace. En ég veit ekki. Ekki myndi ég vilja hafa Rasheed Wallace í mínu liði. Mér finnst Portland græða mjög á þessu losna við vandræðagemsa og fá frábæran leikmann í staðinn. En ég held að Wallace verði bara settur í center-inn hjá Hawks. Enda enginn annar stærri en hann eða betri valkostur.