Lakers ströggla Þann 2. janúar, í leik Los Angeles Lakers og Seattle Supersonics þarf Shaquille O'Neal að fara af leikvelli eftir aðeins 14 mínútna leik. Meiðsli í kálfa var niðurstaðan og er óvíst með hvenær hann komi aftur. Fyrr í Desember meiddist Karl Malone og er hann að Injured listanum núna (að ég held). Töpuðu Lakers leiknum sem Shaq meiddist í með dramatískum hætti. Þar næsta kvöld mættu Lakers nágrönnum sínum í Clippers. Töpuðu Lakers öðrum dramatísku tapi, 101-98. Kobe Bryant gerði allt sem hann gat til þess að forða frá því en 44 stigin hans og 10 fráköst voru ekki nóg. Í nótt fóru Lakers í heimsókn til Minnesota Timberwolves. Timberwolves sýndu það að þeir eru eitt besta liðið í deildinni í dag og sigruðu örugglega 106-90. Voru Lakers aldrei yfir og var sigurinn aldrei í hættu. Latrell Sprewell er að finna sig í liði Timberwolves. Skoraði 30 stig í leiknum. Ekki síður slakari leikur hjá Garnett, 26 stig og 18 fráköst. Sam Cassell sýndi það að hann er einn besti skotmaður í deildinni, skoraði 26 stig. Er hann með 51 % skotnýtingu í deildinni.

Orlando Magic halda áfram að tapa. Eftir 19 leikja tapið sigruðu þeir 7 af 10 leikjum sínum en núna hafa þeir tapað síðustu 5. Og Tracy Mcgrady reynir allt sem hann getur en það er ekki nóg. Er hann búinn að brillera í undanförnum leikjum og leggja sig allan fram en það er víst ekki nóg. Í nótt hitti drengurinn og hitti, en þrátt fyrir það töpuðu Magic 114-107 fyrir Pacers. Skoraði Tracy 44 stig og meðal annars 8 af 11 þriggja. Þar síðasta leik skoraði hann 34 stig.

Eins og margir vita skiptu Knicks og Suns á leikmönnum í gær. Knicks mættu Cavaliers í nótt. Stephon Marbury fann það að hann var ekki að hitta, ekki heitur svo að hann sleppti því bara og gaf 8 stoðsendingar í staðinn. Erfitt að spila fyrir nýtt lið, hvað þá þegar maður er nýkominn til liðsins. En hann skoraði aðeisn út 3 af 9 skotum sínum. Keith Van Horn hélt Knicks inní leiknum, skoraði 20 stig en það var ekki nóg og töpuðu Knicks 107-96. Einnig átti Penny Hardaway slakan leik og skoraði líka úr 3 af 9 skotum. LeBron skoraði 14 stig og deildi út 10 stoðsendingum.