Sacramento - Dallas Já ég eins og flestir sem eiga Sýn (eða horfðu á þetta ruglað) og sögðu FOKK handbolta horfði á útsýningu Sacramento Kings - Dallas Mavericks. Fyrir leikinn var búist við svakaleik, bæði frábær lið, skora bæði mjög mikið og spila rosalega skemmtilegan bolta. Dallas á heimavelli, búnir að vinna 7 leiki í röð og Sacramento með besta árangur í deildinni. Allt stefndi í góðan leik.

Fyrri hálfleikur einkenndist af já, skemmtilegum leik, hröðum leik og auðvitað fylgdu margir tapaðir boltar hraða leiknum. Liðin skiptust á að leiða leikinn í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 50-47 fyrir Dallas Mavericks og virtust Sacramento ekki vera alveg með á nótunum. Ég missti af stórum hluta þriðja leikhlutar vegna heimskulegrar þáttar á stöð 2… en þar minnkuðu Sacramento muninn og staðan eftir 3. leikhluta 76-75, Mavericks í vil.

Antoine Walker átti slakan fyrri hálfleik en tók við sér í fjórða leikhluta og átti stóran hlut því að Dallas komust í 87-77. Tóku þá Sacramento aðeins við sér og þegar 2:52 voru eftir jafnaði Bobby Jackson leikinn, 94-94 með þriggja stiga skoti. Antoine Walker svaraði með þriggja stiga körfu í næstu sókn, 97-94 en Mike Bibby var ekki lengi að svara fyrir Sacramento, 97-97. Skoruðu Mavericks 9 stig í röð (Nash 4 víti), 106-97 og 15 sek eftir. Var þá leikurinn sem gott sem búinn. Góður 108-99 sigur Dallas á Sacramento. Steve Nash átti stórleik með 21 stig og 13 stoðsendingar. Mike Bibby og Peja Stojakovic skiptust á stigaskori, 23 Bibby og 24 Stojakovic.

Já þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma, fyrir utan Portland - Toronto leikinn um daginn, sem var ekki auglýstur í dagskránni eða neitt, svo brá manni í brún þegar maður fletti rétt yfir. Var ekkert sáttur við það neitt. Lýsandinn var ágætur … frekar en Pétur Guðmunds. Ég veit ekki hvað það er við hann, hann pirrar mig bara ógeðslega. En næsti leikur sem sýn sýnir er næsta sunnudag klukkan 17:50 … Toronto - Lakers. Vonandi verður Lakers liðið með Shaq eða Malone.