Detroit heitir Detroit Pistons eru heitasta liðið í deildinni í dag, í sigruðum leikjum í röð en ég held að San Antonio séu heitasta liðið þannig séð, unnið 16 af síðustu 17 leikjum liðsins. En við fjöllum ekki nánar um það heldur fær Detroit Pistons athygli mína. Detroit hafa sigrað 8 leiki í röð og eru þannig séð heitasta liðið í dag. Detroit áttu mjög gott síðasta tímabil, sigruðu 50 af 82 leikjum liðsins. Þurftu hinsvegar 7 leiki til þess að slá Orlando út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Sigruðu Philadelphiu í 6 leikjum og mættu New Jersey í úrslitum Austurdeildarinnar. Árið áður, 01-02 var skorið einnig 50 leikir af 82 sigraðir en duttu út í annari umferð. Pistons hafa ekki unnið titil síðan tímabilið 89-90 og þá með Joe Dumars, Dennis Rodman og Isiah Thomas fremsta í flokki.

Í ár (og síðustu 2 ár) eru Pistons með eitt besta lið sitt undanfarin ár. Chauncey Billups hefur flakkað milli liða undanfarin ár og átt misgóð tímabil en í ár hefur hann átt sitt besta tímabil á sínu 7 tímabila ferli. 18,2 stig og 5,3 stoðsendingar. Detroit fengu að velja nr2 í nýliðavalinu og völdu Darko Milicic frá Serbíu. Hafa þeir greinilega hugsað hann sem framtíðar leikmenn en hann hefur aðeins spilað 12 leiki og skorað 11 stig. 35 mínútur samtals. Ben Wallace er án efa eitt besta trade Pistons manna. Fengu þeir hann frá Orlando Magic í skiptum fyrir Grant Hill. Grant Hill hafði spilað mjög vel með Detroit, skorað yfir 20 stig og tekið fullt af fráköstum og gefið margar stoðsendingar. Eins og kannski margir hérna vita hafa Orlando ekki hagnast mjög mikið á þessum skiptum en á þessum 3 og hálfum árum sem Hill hefur verið hjá Orlando hefur hann aðeins spilað 47 leiki vegna meiðsla.

Ben Wallace hinsvegar var signaður sem free agent af Washington Wizards 96-97. Og skoraði rúmt stig í leik og tók 1,7 fráköst. Núna hinsvegar í ár er hanna ð skora 10 stig í leik, taka 13,3 fráköst (15,4 í fyrra) og verja 3,2 skot. Varnarmaður ársins síðustu tveggja ára. Tayshaun Prince var valinn 23. í nýliðavalinu í fyrra og skoraði rúm 3,3 stig í leik. Hefur hann tekið miklum framförum í ár. Byrjað inná í öllum 37 leikjum Pistons í vetur, skorað 11,1 stig í leik og tekið 5,2 fráköst. Richard Hamilton er fastur maður í byrjunarliðinu. Er hann að skora 18,1 stig í leik og gefa 3,5 stoðsendingar. Fengu Pistons hann í fyrra í 3 manna skiptum við Washington Wizards (Richard Hamilton, Hubert Davis og Bobby Simmons fyrir Jerry Stackhouse, Brian Cardinal og Ratko Varda).

Skemmtilegt að sjá hvernig stigaskorið hjá Pistons dreifist. Enginn leikmaður er að skora yfir 20 stig í leik að meðaltali og lýsir breidd liðsins.

Og núna hafa Pistons sigrað 8 leiki í röð. Reyndar engin meistaralið en sigruðu þó Dallas Mavericks í nótt. Það er bara spurning hvað Pistons ná að gera í úrslitakeppninni. Ég efa ekki að þeir ná að komast í úrslit austurdeildarinnar. Spurning hvort að þeir ná að komast í úrslitin. Spurning líka hvernig Ben Wallace myndi ráða við Shaq (gerum okkur það að Lakers komast í úrslit). Það væri skemmtileg viðureign.