New York, lið að rísa Eins og kannski flestum er kunnugt, eða þeim sem fylgjast vel með NBA boltanum þá styrktu NY liðið sig um daginn þegar þeir fengu þá Stephon Marbury og Penny Hardaway (meðal annars) í stórum skiptum frá Pheonix Suns. Voru þetta miklar fréttir í boltanum og þóttu New York styrkja lið sitt til muna við þessar skiptingar. Eins og mörgum er kunnugt þá hafa New York mönnum gengið upp og niður síðustu tímabil. 37 sigrar í fyrra og engin úrslitakeppni, 30 sigrar þar áður. Hafa NY menn misst af úrslitakeppninni 2 ár í röð. New York er það lið sem er að spreyja sem mestum peningum í leikmennina sína (nógur er cheddarinn í NY) en eru ekki að gera góða hluti þrátt fyrir það.

NY hafa sigrað 2 leikjum af 4 síðan þessi skipti urðu. Ekki byrjaði Marbury sem best, skoraði aðeins 6 stig í sínum fyrsta leik en stoðsendingarnar vantar aldrei, 10 talsins þar. Næsta leik sigruðu New York menn svo, og átti Marbury 14 stig og 11 stoðsendingar. Næsti leikur var svo á móti Dallas. Ekki náðu NY menn að knýja fram sigur þó að þeir voru ekki langt frá því en töpuðu í framlengingu. Brilleraði Marbury og setti niður 38 stig og gaf heilar 14 stoðsendingar. Penny Hardaway var í byrjunarliðinu og skoraði 19 stig. Í nótt sigruðu NY menn Orlando með 10 stiga mun 120-110. Marbury setti 26 stig og gaf 10 stoð.

Það fer örugglega ekki framhjá neinum að Marbury er að finna sig ágætlega í þessu New York liði. Og nú hefur New York liðið styrkt sig heldur betur. Stjórnarmaður (held ég, er ekki alveg viss hvaða stöðu hann gegnir þarna) Knicks liðsins, Isiah Thomas tilkynnti í dag nýjan þjálfara hjá liðinu. Don Chaney var sagður upp í gær og Lenny Wilkens mun koma í hans stað. Lenny Wilkens er einn sigursælast þjálfari í sögu NBA og hefur unnið 1292 deildarleiki í 30 ára þjálfaraferli sínum. Vann titil með Seattle árið 1979 og hefur farið í úrslitakeppnina 19 sinnum. Fór í Hall of Fame sem leikmaður árið 1988 og síðan 10 árum síðar, sem þjálfari.

Það verður án efa gaman að fylgjast með NY liðinu það sem af er vetrarins og næstu ár. Liðið er núna með 16-24 skor sem þykir varla gott.


Og svo til þess að víkja pínu frá þessu og fjalla örlítið um önnur mál eða annað mál.

Detroit Pistons unnu sinn 10 leik í nótt. Bráð þeirra í nótt voru Vince Carter og félagar í Toronto. Þó að höfuð liðsins, Ben Wallace fór út af í fyrsta hálfleik vegna meiðsla hafði það ekki áhrif og sigruðu Pistons naumlega með 4 stigum, 95-91. Fékk þá center Pistons liðsins, Mehmet Okur að spreyta sig og skoraði Career high, 27 stig.

Það má segja að Lakers séu í djúpum skít þessa dagana. 3 af þessum 4 stjörnum liðsins sitja á bekknum og fylgjast með félugunum sínum. Kobe Bryant meiddist í þar síðasta leik í öxl og fór út af. Ég sá þetta atvik í Tv-inu og var þetta ekki fögur sjón. Mætti halda að kallinn fór úr lið en svo var ekki. Víst er að hann verður frá í 4 leikjum í viðbót en Malone og Shaq snúa bráðlega aftur. En Lakers sigruðu í nótt Denver Nuggets, sem er að mínu mati spútnik lið ársins. Soldið fyndið reyndar að heyra byrjunarlið Lakers manna nefnt en það var eftirfarandi. C: Horace Grant … F: Devean George og Stanislav Medvedenko … G: Gary Payton og Kareem Rush. En náðu þeir að vinna Nuggets, enda hittu Nuggets aðeins um 36% skota sinn en Lakers yfir 50 %