Vandræði hjá Phoenix Lið Phoenix Suns hefur ollið mér mjög miklum vonbrigðum í ár en þeir prýða síðasta sæti Kyrrahafs riðilsins með rúmlega 36% vinningshlutfall (skemmtileg staðreynd að ef að þeir væru í Atlantshafsriðlunum væru þeir Fjórða sætinu). Hafa þeir tapað 14 af sínum 22 leikjum en enduðu síðasta tímabil með skorið 44-38 eða 44 sigrar af 82 sem gerir yfir 50%. Ekki skortir þetta lið góða leikmenn en ég hef fílað þetta lið út af skemmtilegu leikmönnum liðsins. Byrjunarliðið hefur verið svona … C: Scott Williams/ Jahidi White (hafa skipt þessu býsna jafnt. F: Shawn Marion og Amare Stoudamire og G: Joe Johnson (er reyndar meiddur núna) og Streetball leikmaðurinn Stephon Marbury. Reyndar hefur Amare veri meiddur síðustu leiki og mun vera það eitthvað áfram.

Þetta byrjunarlið heillar mig alveg … skemmtilegt lið á ferð. Centerarnir reyndar ekkert sérstakir, fengu Jahidi White frá Washington í ár og er hann aðeins að skora 4,4 stig og taka 4,8 fráköst. Frábær forwarda pakki … Amare Stoudamire fengu Suns í nýliðavalinu 2002 … valinn níundi en staðið sig mun betur en flestir sem voru valdir á undan honum. 15,1 stig og 8,9 fráköst segir allt sem þarf að segja. Shawn Marion skilar einni sínu, 16,9 stig og 9 fráköst … góðir frákastarar forwardarnir. Joe Johnson er sífellt að bæta sig, 11,1 stig og 4,6 fráköst. Svo það leikmaður sem ég held mikið uppá … Stephon Marbury. Valinn fjórði í nýliðavalinu 1996 af Minnesota og skiptur þaðan til New Jersey 1998 og síðan til Phoenix 00-01. 20 stiga leikmaður, mjög hraður og góður dribblari. Deilir út 8,2 stoðsendingum.

Ég held að þetta lið sé ekki að vinna mikið út af lélegum varamannabekk og ekki gott úrval af Centerum. Eini sem getur eitthvað af varamönnunum er hann Penny Hardaway. Tom Gugliotta er ekki eins góður og hann var, farinn að eldast kallinn.

Lakers óstöðvandi

Ég hef verið að velta því fyrir mér hversu marga leiki Lakers ná að sigra í ár og hvort þeir einfaldlega … bæta met Chicago Bulls frá árinu 1997, þar sem Bulls sigruðu 72 af sínum 82 leikjum, ótrúlegur árangur. Lakers hafa sigrað 18 af sínum 21 leikjum og ef að þetta heldur áfram GÆTU og ég endurtek GÆTU bætt met Chicago … en hver veit. Þeir þurfa ekki nema að tapa .. 2-3 leikjum næsta mánuðinn og þá fer þetta að verða ólíklegt. Eitt er þó víst, það getur EKKERT lið stöðvað þá í ár.