Bland í poka Hér ætla ég að skrifa um nokkra hluti sem hafa vakið athygli mína undanfarna daga.

Ray Allen, leikmaður Seattle Supersonics prýddi fyrstu 25 leiki tímabilsins á “injured list” en hann var frá vegna meiðsla í hægri ökkla. Er hann nú kominn aftur og hafa Sonics unnið 4 af síðustu 5 leikjum liðsins. Allen hefur rækilega stimplað sig inní lið Sonics og skorað 24,8 stig að meðaltali í þessum 5 leikjum sem hann hefur spilað, 5.2 stoðsendingar og 4,6 fráköst. Í nótt tóku Supersonics á móti Los Angeles Lakers. Karl Malone situr enn á bekknum vegna smávægilega meiðsla. Jafn leikur allan tímann og fór munurinn aldrei yfir 9 stig, en mest leiddu sonics með 9 stigum og Lakers með 6 stigum. Gary Payton var tekið mjög vel í húsinu enda lék hann lengi þar og var Payton skipt fyrir Ray Allen síðasta tímabil. En Ray Allen tók alla athygli af Payton og átti stóran hlut í sigri Sonics. Þegar 5.8 sekúndur voru eftir drævaði Allen inní teiginn og skoraði úr lay-uppi og tryggði Seattle 101-99 sigur á Lakers. Á síðustu 2 mínútum skoraði Allen 7 stig. Shaquille O'Neal fór útaf eftir aðeins 14 mínútur, meiðsli í kálfa. Allen skoraði 35 stig og gaf 9 stoðsendingar.

Payton lék 12 og hálft tímabil með Seattle og er án efa einn albesti leikmaður í sögu liðsins og á enn mjög marga aðdáendur í Seattle. Var honum skipt til Milwaukee í fyrra en síðan gekk hann til liðs við Lakers í ár, sem free agent í þeirri von að vinna NBA titil.

Dikembe Mutombo sýndu gamalkunna takta í leik Knicks og Bulls í nótt í Madison Square Garden. Tölfræði Mutombo hefur fallið mjög undanfarin ár þá sérstaklega fráköstin og varin skot. Skoraði hann 15 stig, tók heil 16 fráköst og varði heil 6 skot. Mutombo sem er langt kominn á þrítugsaldurinn hefur leikið 13 tímabil í deildinni og þykir einn besti skotblokkari og frákastari seinni ára.

Með nýliðann Dwyane Wade meiddan á bekknum hafa Miami Heat gefið Rafer Alston tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti hann það sér ágætlega í nótt. Ekki margir kannast við þetta nafn en kannast kannski við leikmanninn betur sem “Skip to my lou” úr And1 mixtape-unum. Átti hann einn besta leik sinn á sínum stutta NBA ferli og skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar. Mér þykir gaman að fylgjast með honum í deildinni en margir hafa algjörlega neitað því að hann geti spjarað sig í NBA deildinni. Má hér bæta við að hann hefur aðeins tapað 1,27 bolta í leik í deildinni.

Allen Iverson hefur setið á bekknum hjá Philadelphiu undanfarna 9 leiki og hefur þetta verið killing time hjá mér þar sem ég vil sjá þennan yndislega leikmann spila. Hafa Sixers þar af tapað 7 af síðustu 9 leikjum þeirra. Skorið komið niðrí 14 sigrar og 18 töp. Þeir geta einfaldlega ekki sigrað án Iversons. EN til allrar hamingju fyrir mig og aðra Philadelphiu menn er áætlað að Iverson snúi aftur á mánudaginn. Ég held samt að hann þurfi nokkra leiki til að ná sér fullkomlega.

San Antonio Spurs hafa sigrað 13 leiki í röð og eru að senda Lakers skýr skilaboð að þeir eru komnir til þess að sigra titilinn. Byrjuðu spurs brösulega og voru komnir í 9 sigra og 10 töp en hafa breytt því í 22 sigra og 10 töp. Reyndar eru Lakers með betri skor sem stendur en Spurs verða ekki lengi að breyta því spái ég.