Já þátturinn í gær var algjör schnilld. Hann byrjaði á því að sýna frá hinu rosalega óveðri sem hertók panama eyjarnar. Rupert og félagar í Saboga (held ég) lentu algjörlega í því því að skýlið sem Rupert var svo sniðugur að byggja … það fylltist fljótt af vatni og urðu þau þá úti um nóttina … í grenjandi rigningu og voru byrjuð að pæla í því hvort að þeim yrðu einfaldlega ekki bara bjargað … en þá datt minnti Ethan fólkið á að þetta er SURVIVOR.

Fyrsta keppnin var bara svona einfalldur leikur … eiginlega bara veiðimaður með hlutum. Gekk hann vel fyrir sér og unnu mitt lið .. Chapera verðlaunin. Þau voru … sturta (svona útisturta) … klóset .. sjampó og allskyns snyrtivörur. Mér fannst svo fyndið þegar Big Tom settti klósetið á hausinn á sér á leiðinni heim í búðirnar. Rob M “I Bet this isn't the first time Tom has had his head down the toilet”. Var þá stuð hjá Chapera … Rob M og kerlingin hans (Amber) héldu áfram að dúllast og böðuðu hvort annað í sjónum. Einnig fengu Chapera þriðju og síðustu vísbendinguna að síðasta lásnum að læstu kistunni sem innihélt hrístgrjón.


Richard Hatch hélt áfram að spila með fólkið sitt … gerir ekki neitt á daginn nema að ganga um nakinn og klóra sér í rassgatinu en hann veiðir þó stöku sinnum og er fólk ánægt með það. Það var engin undantekning í gær … Hatch veiddi 3 stóra ála og fæddi fólkið sitt. Lex tekur hinsvegar mjög eftir þessu og vonast eftir því að fá hrísgrjónin svo að þeir þurfi ekki að treysta svo á Hatch eftir mat.

Jæja þá er komið að keppni ársins, Imunity Challenge (eða hvernig sem það er skrifað). Ég GRENJAÐI út hlátri á meðan ég ló uppí rúminu og horfði á þetta. Eins og oft áður þá áttu keppendur að vera með bundið fyrir augun og einn úr liðinu átti að leiðbeina hinum liðsfélugum sínum … til þess að finna brot úr stóru púsli ef að maður mætti kalla það … það. Það fyndna var enn og aftur … BIG TOM. Ég grenjaði út hlátri þegar hann var alltaf að klessa á alla og detta … oftar en einu sinni. Þetta voru ekkert smá þung högg sem kallinn var að fá á sig.

Endaði þetta svo að Saboga og Mogo Mogo fengu imunity og hélt Chapera á þing. Rætt var í búðunum hjá Chapera hver ætti að fara. Valið var á milli Rob C … Alicia og Sue. Ég hefði ekki hikað við að reka sue kerlinguna út … pirrandi helvíti og getur ekki skít í keppnunum. En valið varð á milli Alicia (sem ég skil ekki) og Rob C. Endaði þetta svo að Rob C var sendur heim með allt annað en bros á vör.