Dwyane Wade Nýliði Miami Heat, Dwyane Wade hefur verið að standa sig í undanförnum leikjum Miami Heat og er farinn að gera atlögu að Lebron og Carmelo (í besti nýliðinn það er að segja). Miami hafa unnið 4 af síðustu 5 leikjunum sínum og eru komnir á gott ról eftir slaka byrjun og hafa þeir breytt skorinu úr 5-15 í 9-16.

Wade var valinn fimmti í nýliða valinu. Lék hann með Marquette háskólanum. Skoraði hann 21,5 stig á síðasta tímabili sínu með Marquette, góða nýtingu (50 %), tók 6,3 frákös og gaf 4,4 stoðsendingar. Wade er um 191 cm og 100 kg. Stór og sterklegur. Mjög fljótur, góðan stökkkraft og spilar mjög yfirvegað og vel miðað við aldur og þroska (21 árs). Mjög gott val á skotum og tekur varla lélegt skot. Spilar sem SG: en þykir ekki hafa nógu góða stjórn á boltanum eða ekki nógu góður dribblari til þess að vera pg:. Keyrir vel að körfunni og hafa eiga varnamenn erfitt með að stoppa hann þar en er ekki nógu góður í stökkskotum.

Í síðustu 5 leikjum sínum hefur hann skorað 21,8 stig að meðaltali og 15,5 yfir tímabilið. 44,4 nýting á tímabilinu en er afleidd þriggja stiga skytta með rétt um 19% þar. Má þar einnig geta að hann spilar um 5 mínútum styttri per leik en Lebron James en er aðeins neðar í Efficiency (framlag til liðsins). Heat áttu afleitt síðasta tímabil og sigruðu aðeins 25 leiki af 82. Einn sigursælast þjálfari í sögu NBA, Pat Riley stýrði liðinu í átta ár af sínum 20 árum sem þjálfari í NBA en hætti fyrir nokkrum árum. Wade er án efa besti nýliðinn sem Miami hafa fengið í gegnum árin og mun án efa hjálpa liðinu og koma þeim af stað í austrinu.