Lakers að slaka á Frá 19 nóvember til 9 desember unnu Lakers 10 leiki í röð. Þá hafði skorið þeirra farið uppí 18 sigra af 21 eða 3 töp. Var ég þá farinn að velta því fyrir mér hvort að þeir ættu möguleika á því að slá met Chicago Bulls frá árinu 1997, aðeins 10 töp á tímabilin. Síðan þá hafa þeir tapað 4 af 6 leikjun þeirra. Þetta byrjaði allt á tapleik þeirra á heimavelli gegn Dallas Mavericks. Dallas léku á alls oddi og sigruðu örugglega 110-93. Það er ekki oft sem að Lakers tapa á heimavelli. Ég þori ekki alveg að fara með það en þetta var fyrsta tap þeirra á heimavelli síðan í febrúar á þessu ári, fyrir utan preseason og úrslitakeppninni. Svo kom annar tapleikurinn … á móti Portland á útivelli. Lakers töpuðu naumlega … 112-108. Átti Kobe frábæran leik .. 35 stig.

Svo komu 2 sigurleikir í röð á heimavelli. Reyndar áttu Lakers í mjög miklum vandræðum með Denver Nuggets (þriðji leikurinn). Endaði leikurinn með dramatísku lokaskoti hans Kobe Bryants, þegar rúm hálf sekúnda var eftir og tryggði Lakers 101-99 sigur. Carmelo skoraði 24 stig fyrir Denver. Kobe var ekki í byrjunarliðinu og skoraði aðeins 13 stig á 31 mín. Shaq var eini í Lakers liðinu sem var að gera eitthvað, 24 stig og 11 fráköst. Svo voru Pheonix Suns næstir. Pheonix hafa ollið mér mjög miklum vonbrigðum í vetur og léku án Amare Stoudamire. Lakers sigruðu 107-101. Á fjörðu mínútu í þessum leik hneig Karl Malone niður og þurfti að fara útaf vegna meiðsla.

En núna hafa Lakers tapað 2 leikjum í röð. Á þorláksmessu mættu Lakers Golden State í Golden State höllinni. Lakers töpuðu þessum leik í öðrum leikhluta. Skoruðu aðeins 15 stig meðan Warriors brilleruðu og skoruðu 38. Þó að Lakers sigruðu næstu 2 leikhluta náðu þeir ekki Golden State og töpuðu 107-98. Gamla Kempan Clifford Robinson átti besta leik sinn í vetur og skorai 24 stig fyrir Warriors. Skemmtilegt að sjá að hann Gary Payton gaf út 13 stoðsendingar í leiknum og tók Shaq aðeins 5 fráköst.

Í nótt tóku Lakers á móti Houston Rockets í Staples Center í L.A. Var þetta örugglega slakasti leikur Lakers í vetur. Með Karl Malone meiddan á bekknum töpuðu Lakers 99-87. Hitti Lakers úr rúmlega 37% skota sinna og aðeins 66% vítaskota sem þykir bara hræðilegt í NBA deildinni.Rockets voru ekkert að spila úber vel en nógu vel til þess að sigra leikinn. Steve Francis skoraði 22 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Nú sjá menn alveg að þetta Lakers lið er ekkert óstöðvandi og eru þeir með jafngott skor í deildinni og Sacramento og aðeins betri skor en Indiana. Ég hlakka mjög til þess að sjá Lakers og t.d San Antonio eða Sacramento takast á í úrslitakeppninni.

Ég vil líka nefna það að Ray Allen lék fyrsta leik sinn á tímabilinu fyrir Seattle Supersonics á þorláksmessu. Hafði hann verið allt tímabilið meiddur. Á þeim 23 mínútum sem hann spilaði skoraði hann 24 stig og gaf 7 stoðsendingar. Ég bjóst ekki við þessu því að rúmlega viku fyrir leikinn mætti hann á fyrstu æfinguna. 4 af 6 tveggja stiga skotum og 4 af 7 þriggja stiga skotum rötuðu ofan í.