Helgin Jú eins og flestir vita er hinn skemmtilegi Stjörnuleikur NBA á sunnudaginn. Fá þá þeir sem eru svo heppnir að vera áskrifendur að Sýn að njóta leiksins. En stjörnuleikurinn er ekki það eina sem þessi helgi hefur uppá að bjóða. Ýmis önnur dagskrá er í höllinni í L.A sem bandaríkjamenn fá að spekka en við ekki. Vonandi verður breyting á því í framtíðinni svo að við fáum að sjá flest sem helgin hefur uppá að bjóða en ég ætla aðeins að fara yfir hvað það er.

Í kvöld/nótt er “nýliða leikurinn” eða got milk? - rookie Challenge. Þá keppa ýmsir nýliðar (rookies) ársins á móti nýliðum ársins í fyrra (sophomore). Nýliða-liðið er skipað af eftirfarandi leikmönnum.

LeBron James (Cleveland Cavaliers,1st pick)
Carmelo Anthony (Denver Nuggets, 23rd pick)
Chris Bosh (Toronto Raptors, 4th pick)
Udonis Haslem (Miami Heat, ???)
Dwyane Wade (Miami Heat, 5th pick)
Jarvis Hayes (Washington Wizards, 10th pick)
Kirk Hinrich (Chicago Bulls, 7th pick)
Josh Howard (Dallas Mavericks, 29th pick)
Chris Kaman (L.A Clippers, 6th Pick)

Sophomore liðið er skipaf eftir eftirfarandi leikmönnum og athuga þetta eru ekki nýliðar heldur annars árs leikmenn.

Yao Ming (Houston Rockets, 1st pick)
Carlos Boozer (Cleveland Cavaliers, 35th pick)
Mike Dunleavy (Golden State Warriors, 3rd pick)
Manu Ginobili (San Antonio Spurs, ekki valinn í nýliðavali)
Marko Jiric (L.A Clippers, drafted in second round, 30th pick overall)
Ronald Murray (Seattle Supersonics, second round pick, 42nd overall)
Nené (Denver Nuggets, 7th pick)
Tayshaun Prince (Detroit Pistons, 23rd pick)
Amare Stoudamire (Phoenix Suns, 9th pick)

Já þetta eru liðin. Mjög forvitnilegur leikur. Sumir halda því fram að nýliðarnir munu taka þetta þar sem þeir eru með LeBron og Carmelo og svona en gera sér ekki grein fyrir styrk Sophomore liðsins. Yao Ming, Amare Stoudamire og Carlos Boozer mynda gott lið. Ég myndi gera mjög mikið til þess að fá að sjá þennan leik en hann er á dagskrá í kvöld vestanhafs.


Troðslukeppni NBA er eitt af því að fólk flest hlakkar til að sjá. Troðslukeppnin er fastur liður í helginni og á langa sögu. Frægar eru viðureignir Jordans og Dominique Wilkins á níunda áratugnum. Því miður fáum við Íslendingar ekki að sjá hana, ekki nema að við eigum eikkern gervihnattadisk eða eikka. Ég er svosem ekkert rosalega spenntur fyrir þessa keppni. Keppnin undanfarin ár hefur einkennst af ungum náungum sem koma og heilla áhorfendur. Jason Richardson er sigurvegari undanfarin 2 ár. Desmon Mason vann keppnina fyrir 3 árum en hefur lotið í lægri lút fyrir J-Rich undanfarin 2 ár.

Keppnin í fyrra var rosaleg. Desmond Mason, J-Rich, Amare Stoudamire og Richard Jefferson tóku þátt í henni. Jefferson, leikmaður New Jersey nets, góður troðari gekk ekkert of vel en átti ágætur troðslur. Amare átti fínar troðslur en hann þótti aðeins of þungur stundum og er frekar svona … power dunker á köflum. Úrslitaviðureignin var auðvitað … J-Rich og Desmond. Ótrúlegar troðslur voru og nenni ég ekkert að fara að lýsa þeim (ég á keppnina í tölvunni). En allavegana sigraði J-Rich emð ÓTRÚLEGRI troðslu sem örugglega flestir hafa séð. En Desmond átti líka rosalegar troðslur en það var ekki nóg.

Í ár eru keppendurnir svona lala. Þeir eru … J-Rich, defending champion … Ricky Davis sem er alveg ágætur troðari. En svo koma 2 óþekkt nöfn í troðslubransanum. Chris Anderson og Fred Jones eru þeir, 2 hvítir gaurar. Ég veit ekkert um þá og býst ekki við miklu af þeim. En ég spái J-Rich alveg öruggum sigri og þori að veðja mörgum þúsundum á það.


Svo er það þriggjastigakeppnin. Hver man ekki eftir því þegar Steve Kerr sigraði þessa keppni 1997 og hitti úr öllum skotunum sínum (minnir mig … var mjög ungur). Peja Stojakovic leikmaður Sacramento Kings hefur sigrað þessa keppni undanfarin 2 ár og þykir einn besti skotmaður deildarinnar. Þáttakendurnir eru eftirfarandi.

Chauncey Billups (Detroit)
Kyle Korver* (Philadelphia)
Voshon Lenard (Denver)
Rashard Lewis (Seattle)
Cuttino Mobley (Houston)
Peja Stojakovic (Sacramento)

Vitiði það … ég spái óvæntum úrslitum hér. Kyle Korver kom inní þessa keppni vegna Brennt's Barry's. Ég hef fylgst með Kyle í allan vetur og hefur hann staðið sig vel og er frábær þriggja stiga skytta. Kyle er nýliði og var valinn 51st overall en hefur hitt úr 50 af sínum 116 þriggja stiga skotum í ár. Ég held að hann eigi eftir að koma á óvart ekki nema að stressið tekur hann. Kyle er með bestu 3-ja stiga nýtinguna af þessum leikmönnum en það er kannski því að hinir taka fleiri skot en Kyle spilar mjög lítið og þegar hann kemur inná negglir hann yfirleitt einum eða tveimur oní.


Já hvað finnst ykkur. Hverju spáið þið ?