Stoðsendingakóngar Þegar menn heyra orðið … stoðsendingakóngur, koma nöfn eins og John Stockton og Magic Johnson þá eiginlega fyrst í hausinn á manni. Eða allavegana af þessum gaurum sem eru retired. Magic nokkur Johnson á það metið yfir flestar stoðsendingar í leik eða 11,2 í þeim 906 leikjum sem hann spilaði. Hreint út sagt frábær leikmaður og einstaklega frábær sendingamaður og má líka nefna að hann var 6-9 á hæð, einn af stærstu point gard sögunnar.

Margir vilja líka meina það að John nokkur Stockton er skilgreiningin á góðri sendingu. John Stockton spilaði á síðasta ári sitt síðasta tímabil, kominn yfir fertugsaldurinn og spilaði alla leikina á síðasta tímabili. Stockton lék 19 tímabil í deildinni, öll með Utah Jazz og 16 tímabil af 19 spilaði hann alla 82 leikina. Frá 87-97 var hann með yfir 10 stoðsendingar í leik, og heilar 14,5 stoðsendingar í leik tímabilið 89-90. Stockton er með 10,5 stoðsendingar í leik yfir feril sinn en leiðir all time statistics í total assists með 15.806 stoðsendingar og eru hann með aðeins fleiri stig eða 19.711 sem mér þykja skemmtilegar staðreyndir.

Ef að við lítum yfir deildina núna undanfarin ár hefur eitt nafn verið áberandi eða einn maður verið kóngurinn. Jason Kidd mun það vera. Kidd er að sækja á Stockton og félaga, en samt ekki. Kidd hefur “aðeins” spilað 701 (9,5 st í leik) leik í deildinni og á nóg eftir, en ég hef ekki trú á því að hann muni getað spilað jafn lengi og Stockton.

Stephon Marbury er í 8. sæti yfir all time assist per game eða 8,2. Er í öðru sæti í ár, á eftir Jason Kidd með 8,7 st. (kidd með 9,6).

Þá vil ég aðeins fara að líta á verðandi stoðsendingakónga, eða unga leikmenn sem eru að gera það gott. Einn leikmaður fær mína athygli þar. T.J Ford var valinn áttundi í nýliðavalinu af Milwaukee Bucks. Ford er MJÖG hraður leikmaður og minnir mjög á Iverson í þeim efnum og er hann líka mjög góður með boltann. Er með 6,5 stoðsendingar og 7,1 stig í leik.


Hvað finnst ykkur. Hver mun dominate-a deildina í stoðsendingum á komandi árum ? Hver er besti sendingamaður allra tíma ?