Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

appel
appel Notandi frá fornöld Karlmaður
1.112 stig
Áhugamál: Deiglan, Sci-Fi, Geimvísindi

Andsk. markpóstur! (18 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Jæja, það flæðir inn um bréfalúguna mína allskyns markpóstur. Nafni mínu, kennitölu, upplýsingum um bílaeign er dreift af íslenska ríkinu til allra þeirra sem vilja borga fyrir slíkan lista, og svo eru þessar upplýsingar notaðar til að senda á mig allskyns auglýsingapóst. Fékk núna einn póst inn um bréfalúguna í morgun: “Vertu glæsilegur fjölskyldumaður, kauptu Ford Ghia á aðeins 2,6 milljónir!” og “Vertu enn glæsilegri fjölskyldumaður og kauptu Ghia V6 á aðeins 3,3milljónir!” eða eitthvað...

Framtíð alþjóðlegu geimstöðvarinnar í uppnámi (13 álit)

í Geimvísindi fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Í kjölfar hins hræðilega geimferjuslyss í gær, þegar Columbia geimskutlan liðaðist í sundur, hafa vaknað upp spurningar um framtíð ISS (International Space Station). Ljóst er að þetta slys mun hafa miklar afleiðingar í för með sér fyrir uppbyggingu þessara geimstöðvar, en geimskutlurnar Endevour, Atlantis og Discovery hafa verið kyrrsettar, í óákveðinn tíma. En þessar fjórar geimskutlur, nú þrjár, hafa verið burðarásinn í uppbyggingu á geimstöðinni. Þær geta flutt um 30 tonn af búnaði og...

Komandi olíukreppa - stærsta vandamál heimsins! (20 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þessi grein á eftir að fjalla e.t.v. um eitt flóknasta og mesta vandamál mannkynssögunnar, vandamáli sem við munum standa frammi fyrir eftir um 40 ár: HVAÐ MUN GERAST ÞEGAR OLÍAN KLÁRAST? MIKILVÆGI OLÍU Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, olían er án efa ein mikilvægasta auðlind jarðar ásamt drykkjarvatni og ræktanlegu jarðsvæði. Olían er álíka nauðsynleg hagkerfi heimsins og vatn er nauðsynlegt lífi. Olían er auðlind sem endurnýjar sig ekki, þ.e. ekkert mun koma í stað þeirra olíu sem er...

Norður Kórea, helvíti á jörðu (66 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!!! Umfjöllunarefnið er ástand mannréttindamála í Norður Kóreu, ríki sem ég gæti kallað ríki djöfulsins, hreint og beint helvíti á jörðu. Þessi lestur er EKKI fyrir viðkvæma! Í norð-austur hluta Norður Kóreu, nálægt landamærum Kína og Rússlands, má finna ótal mörg “gulag”. Í þessum svokölluðum fangelsisvinnubúðum eru um 200.000 manns, menn, konur, gamalmenni og börn. Þessar fangabúðir sameina allt það versta frá tímum Stalíns og Maó á einum stað. Sem dæmi um harðneskjuna...

Gríman loksins fallin? (Væntanlegt stríð BNA) (93 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég hef verið að fylgjast með fréttum um væntanlegt stríð BNA í Írak frá því að sú umræða hófst, og síðan þá hef ég tekið eftir að sú gríma sem BNA hefur haft á sér hefur verið að hverfa og raunveruleg ásýn þessa heimsveldis að koma í ljós. Með hverri vikunni heyrir maður fréttir af hroka BNA í tengslum við þetta *væntanlega* stríð, það er eins og þeir leggji allt í sölurnar til að komast yfir olíuauðlindir Íraks, jafnvel vináttu sína við margar evrópuþjóðir. Ég hef alltaf viljað trúað að...

Offita, misskilið vandamál (15 álit)

í Heilsa fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Offita hefur aukist mjög í vestrænum samfélögum, með bandaríkin í fararbroddi með alla sína matarmenningu. Nú á dögum má varla skoða fréttir nema minnst sé á offitu, en ég tek mjög mikið eftir að í flestum þessara frétta er ekki minnst á raunverulegu orsök offitu. Talað er um “Offita hefur aukist meðal almennings…bla bla bla”, en ekkert minnst á “útaf því að”. Þetta gefur fólki svigrúm til að ÁLYKTA að offita orsakist af of miklu mataráti, og dregur þar með niður úr sínu eigin mataráti til...

Reykingar, hugleiðing (184 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jæja, það má ætla að margir eru orðnir leiðir á þessum hugleiðingum mínum, en ég læt mig hafa það. Eins og allir vita þá eru reykingar stórfellt vandamál í heilbrigðiskerfinu. Ég veit ekki hve margir þjást af kvillum tengdum reykingum, en það er án efa býsna margir. Heilbrigðiskerfið hefur ekki undan að sinna öllu þessu fólki. Oft er þetta fólk sem lætur sig ekki segjast og heldur áfram reykingum þrátt fyrir aðvaranir lækna, ættingja, vina og samtaka gegn reykingum. En þrátt fyrir það á...

Kárahnjúkavirkjun, hugleiðing (40 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég hef aðeins fylgst með umræðunni um þessa virkjun undanfarið, en hafði reyndar ekkert fylgst með henni til að byrja með, vissi ekki einu sinni hvar Kárahnjúkar voru á landinu…en veit það núna. Til að byrja með var hafði ég svosem lítið álit á þessu, var frekar hlynntur en andvígur. En núna hefur þetta snúist alveg við, ég er nú mjög andvígur öllum þessum áformum stjórnvalda með að byggja álver og stíflur. Hef ég hlustað á marga virta menn í vísindasamfélaginu, t.d. prófessora hjá Háskóla...

ESB, heimsveldi í fæðingu? (33 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mér finnst öll umræða um möguleika Evrópusambandsins heillandi. Sú þróun á bandalaginu sem hefur verið undanfarið virðist miðuð að því að ESB verði Bandaríki Evrópu. ESB er reyndar orðið hálfgert heimsveldi, en þó heimsveldi sem talar ekki einum tóni. Mér sýnist að stefnan sé að búa til stjórnarskrá, úthluta fólki ríkisborgararrétt innan ESB, sameina krafta herja, og jafnvel búa til einhverskonar forsetaembætti…semsagt samstilla strengi ríkjanna. Þetta er keimlíkt þróun í átt að...

Miss World disaster (39 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Jæja, ég get nú ekki sagt annað en þetta er búið að vera meiriháttar harmleikur og sorgarsaga frá upphafi til enda með þessa fegurðarsamkeppni þarna í Nígeríu. En fyrir þá sem ekki vita þá hættu margir keppendur við þátttöku vegna þess að kona var dæmd til dauða fyrir að eigna barn utan hjónabands, en það var dæmt samkvæmt “múslimskum sið” ef það má kalla það þannig. Ekkert annað en rugl að sjálfsögðu og að þetta tíðkist á 21. öldinni er bara *bíp*. Og nú hafa 105 manns látist og 521 slasast...

Umferðaröngþveiti höfuðborgarsvæðisins (24 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum
Ég hef oft velt fyrir af hverju allir þurfa að fara í vinnuna, skólann o.s.frv. á NÁKVÆMLEGA sama tíma, þ.e. klukkan 08:00 á morgnanna?! Starfsfólk hjá flestum fyrirtækjum, stofnunum o.s.frv. þurfa að mæta klukkan 08:00, og EINNIG allir framhaldsskóla- og háskólanemar, þ.e. kl 08:10. Ástandið kl 08:00 er virkilega það slæmt á götunum að það ÞARF að dreifa þessu álagi. Ég legg til að allt skólahald byrji klukkan 08:30!

Prótein, prótein og prótein (16 álit)

í Heilsa fyrir 19 árum, 1 mánuði
Margir tala um PRÓTEIN, en fáir vita í rauninni hvað það er. Fæðubótaframleiðendur halda því fram að þeir séu með bestu próteinin, en hvernig átt þú að þekkja bestu próteinin? Líkaminn þinn er 60% vatn, og um 20% prótein. Afgangurinn er kalk o.fl. AMÍNÓSÝRUR Prótein eru ekkert annað en Amínósýrur. Mannslíkaminn þarf um 20 amínósýrur til að lifa, en mannslíkaminn býr reyndar til flestar af þeim sjálfur úr öðrum, svokallaðar lífsnauðsynlegar amínósýrur Af þessum 20 amínósýrum eru 9 amínósýrur...

Enterprise (2x01) o.fl. hugleiðingar (SPILLAR!!!) (10 álit)

í Sci-Fi fyrir 19 árum, 1 mánuði
(svona aðallega ætlað fyrir þá sem eru búnir að sjá þáttinn) Jæja, nú er komið að fyrsta þættinum í annarri seríu. Beint framhalds (of course) af síðasta þætti fyrstu seríunnar. Það fór léttur fiðringshrollur um mig þegar 1x26 lauk, gaman að sjá svona framtíðarhörmungar…eins og í 12 Monkeys :) Risaborgir í rúst. Anyways, nóg um dauða og hörmungar. Þátturinn (2x01) byrjaði þar sem 1x26 lauk, ég átti von á að hann myndi byrja með aðeins meiri hörku…en fór reyndar rólega af stað. Flottasta...

Nokkrar ástæður fyrir því að drekka ekki (27 álit)

í Heilsa fyrir 19 árum, 1 mánuði
Alkahól eykur vatnstap. Alkahól minnkar framleiðslu á antidiuretic hormóni, en það stjórnar jafnvægi á vatninu í líkamanum. Fyrir 10mg af alkahóli sem þú drekkur (um einn drykkur) þá tapar þú 1,2 lítrum af vatni úr líkamanum. Vatnstap vegna neyslu á alkahóli veldur því að líkaminn tapar einnig mikilvægum vítamínum og steinefnum, s.s. magnesíum, potassíum, kalki og sink. Þetta eru nauðsynleg efni til að viðhalda jafnvægi á vökvum í líkamanum og einnig tauga- og vöðvakerfinu (þess vegna verður...

Nám á Íslandi (32 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Halló kæru hugarar :) Nú er ég snúinn aftur í nám eftir 3ja ára hlé, ætla ég mér að klára stúdentsprófið. Velti ég því fyrir mér stöðu námsmanna, þar sem 1 af 3 hröklast úr námi vegna ýmissa ástæðna, aðallega fjárhagsástæðna. Maður eins og ég sem er orðinn 22 ára gamall getur nú varla lifað á foreldrum sínum. Síðan ég “hröklaðist” úr námi þá hef ég verið að vinna, hef ég fengið mín laun mánaðarlega og séð um mig sjálfan, fætt og klætt mig. En já, nú er skólinn hafinn, er hann að mínu mati...

Norðmaður í mál við fæðubótaframleiðanda (10 álit)

í Heilsa fyrir 19 árum, 1 mánuði
Norskur lyftingarmaður hefur farið í mál við bandarískan fæðubótaframleiðandann, en norðmaðurinn heldur því fram að varan sem hann neytti hafi innihaldið efni sem eru á bannlista. Hann neyddist til að hætta þátttöku á Ólympíuleikunum árið 2000 vegna þessa. Efnin sem fundust í líkamanum hans voru sterarnir “nandrolone”, en efnið sem hann neytti frá fæðubótaframleiðandanum hét “Ribose”. En á pakkningunum er ekki sagt frá því að varan innihaldi þetta efni, né nokkuð sem er á bannlista. Þýskir...

Ruslfæði og McDonalds (50 álit)

í Heilsa fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég skrifaði fyrir stuttu grein hér, “Umkringdur ruslfæði”. Hún fékk ágætis undirtektir og langaði mig að fylgja henni aðeins eftir. Þessi grein fjallar um nokkrar “staðreyndir” um skyndibitastaði, en þó aðallega um McDonalds skyndibitakeðjuna. Hún er á ensku og vona ég að það fari ekki í taugarnar á neinum, ég hafði ekki tíma til að þýða hana þar sem ég er að fara að sofa og þarf að vakna snemma í skólann á morgun. Ath. þessi grein er ekki mitt persónulega álit á McDonalds, og firra ég mig...

Matur, fljótlegur, hollur og ódýr (9 álit)

í Heilsa fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Flest allir eru í vinnu eða skóla, eða eru að byrja í skóla, og margir hafa þar af leiðandi ekki eldunaraðstöðu eða aðgang að eldhúsi, ísskápi t.d., til að athafna geyma matinn sinn. Ég er nýbyrjaður í Fjölbraut í Ármúla, sem er vonandi góður skóli. En ég varð ágætlega hneykslaður þegar ég sá að það var ekkert annað hægt að kaupa en kók, snickers, trópí og skyr.is í litla mötuneytinu sem er þar. Ég bað um vatn að drekka þar í dag, og afgreiðslufólkið varð bara hneysklað á HOLLUSTUNNI í mér....

Umkringdur ruslfæði (35 álit)

í Heilsa fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það er einkennandi fyrir vesturlönd að ruslfæðikeðjur hafa sprottið upp eins og gorkúlur síðastliðinn áratug. Maturinn á þessum stöðum er ekkert til að hrópa húrra fyrir, enda fitumikill, kólesterólhár, sykurmikill og saltaður matur. Ég vil helst líkja þessu við sígarettur í formi matar, ég bíð bara eftir að McDonalds kynnir nýjan hamborgara sem inniheldur nikótín…svo fólk verði jú háð hamborgurunum. Kæmi mér reyndar ekki á óvart að svo væri nú þegar. A.m.k. á ég ekki við það vandamál að...

Rússar hvetja til ferðar til Mars (26 álit)

í Geimvísindi fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Nú hafa Rússar tekið af skarið og sagt að þeir séu tilbúnir í að senda mannað geimfar til Mars fyrir árið 2015. Ferðin á að taka um 440 daga (fram og til baka), en áætlað er að geimfararnir verði á plánetunni rauðu í um 1 til 2 mánuði. Munu þeir kanna plánetuna og líklegt er að þeir munu notast við svipaðan jeppa og var notaður á tunglinu á sínum tíma. Verða 2 geimför send, hið fyrra með vistir og hið síðara með sjálfa geimfarana. Rússar geta þó ekki staðið að þessu einir og vilja fá stærstu...

Hvar eru salernin? (22 álit)

í Sci-Fi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Mér finnst athyglisvert að það hefur aldrei verið minnst einu orði á salerni né hafa þau sést í Star Trek. Það væri gaman að vita hverskonar tækni á að vera búið að þróa fyrir þetta “vandamál” :) Þetta er a.m.k. eitt af aðalmálunum um borð í ISS (alþjóðlegu geimstöðinni). Reyndar minntist Riker í TNG (man ekki hvaða þætti) á eitthvað vandamál tengt salernum fyrir einhverja humanoid-tegund sem var um borð, voru víst margir af tegundunni um borð en of fá salerni. Spurning hvort hver tegund...

Baráttan um hvalveiðar (20 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Nú hafa hvalveiðar ekki verið stundaðar við Ísland í um 15 ár (ekki með rétt ártal á hrein), og höfum við komist ágætlega af án þess, þó svo að ég vilji ekki taka neina afstöðu gagnvart hvalveiðum. Mikil barátta hefur verið í gangi síðustu daga í Japan um hvort Ísland kæmist aftur inn í alþjóða hvalveiðiráðið, en hvalfriðunarþjóðir, Svíþjóð, Bandaríkin, Bretland o.s.frv. komu í veg fyrir inngöngu Íslands með “fantabrögðum” sem íslenska sendinefndin kallar. Hver er ávinningurinn ef við...

Hver er tilgangur NASA? (13 álit)

í Geimvísindi fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Margir bandaríkjamenn spyrja sjálfa sig þessara spurningar nú löngu eftir að bandaríkin hafa unnið geimferðakapphlaupið, en NASA var stofnað í þeim tilgangi að vinna geimferðakapphlaupið, og “endaði” það með því að NASA kom mönnum á tunglið. Ætti þá ekki að vera búið að leggja niður NASA þar sem bandaríkin unnu geimferðakapphlaupið? Nú áðan las ég frétt á Ananova um það að demokrata þingmaður frá Texas væri búinn að leggja fram frumvarp um að NASA ætti að einbeita sér að því að koma mönnum á...

Hugleiðing, að lifa sem námsmaður (48 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það að lifa sem námsmaður hér á Íslandi er í raun að lifa í 100% fátækt. Námsfólk þarf að treysta á miskunn ættingja og vina sinna varðandi húsaskjól, mat, föt, samgöngur o.fl. Möguleikar námsfólks á Íslandi til tekna eru ekki margir: Einn möguleikinn er að gera díl Lánasjóð Íslenskra Námsmanna um lán, og þá fær maður einhverja tugi þúsunda á mánuði, sem samt dugar engan veginn fyrir því sem námsmaður þarf að punga út. Flestir vilja ekki taka sér lán, en margir neyðast til þess. Annar...

Uppsagnir og samdráttur (8 álit)

í Forritun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Eftir óhóflegar og heimskulegar fjárfestingar stórfyrirtækja er kominn gríðarlegur samdráttur í tölvugeiranum. Það líður ekki mánuður að maður heyrir í fréttum að fjölda fólks hafi verið sagt upp hjá hinum og þessum tölvufyrirtækjum. Oftast er þetta mjög hæft fólk með mikla starfsreynslu og menntun. Þekki ég marga sem hafa lent undir niðurskurðarhnífnum, en ég hef lent undir honum einnig. Erfitt er fyrir fólk að finna sér ný störf, þar sem engin fyrirtæki eru að ráða fólk, almennt séð og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok