Mér finnst öll umræða um möguleika Evrópusambandsins heillandi. Sú þróun á bandalaginu sem hefur verið undanfarið virðist miðuð að því að ESB verði Bandaríki Evrópu.

ESB er reyndar orðið hálfgert heimsveldi, en þó heimsveldi sem talar ekki einum tóni. Mér sýnist að stefnan sé að búa til stjórnarskrá, úthluta fólki ríkisborgararrétt innan ESB, sameina krafta herja, og jafnvel búa til einhverskonar forsetaembætti…semsagt samstilla strengi ríkjanna. Þetta er keimlíkt þróun í átt að ríkjasambandi, líkt og Bandaríkin eru.

En þó svo að ég tel að þetta gæti verið að hinu góða, þá ber að varast hætturnar, þ.e. ef upp kemur einhver ágreiningur milli ríkja sem mynda ESB um t.d. stofnun sambandsríkis, eða annarra skrefa í þá átt. Heimsstyrjaldir hafa jú byrjað vegna minni mála.

Þó svo að Evrópa hafi breyst mikið síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk, þá er þessi hætta alltaf fyrir hendi, sérstaklega þegar farið er svona geyst og ómarkvisst í þessi mál, en mér finnst að það sé ekki yfirlýst stefna ESB að verða sambandsríki, en þó virðist margt benda til þess. Hvers eiga nýjar aðildarþjóðir að vænta eftir 10-20 ár?

Hvað með minni ríki sem myndu ekki vilja vera hluti af þessu sambandsríki? Á Frakkland, Þýskaland og Bretland að ákveða fyrir þau hvort þau eigi að afsala fullveldi sínu til ESB?


En þetta er bara hugleiðing.