Margir tala um PRÓTEIN, en fáir vita í rauninni hvað það er. Fæðubótaframleiðendur halda því fram að þeir séu með bestu próteinin, en hvernig átt þú að þekkja bestu próteinin?

Líkaminn þinn er 60% vatn, og um 20% prótein. Afgangurinn er kalk o.fl.



AMÍNÓSÝRUR

Prótein eru ekkert annað en Amínósýrur. Mannslíkaminn þarf um 20 amínósýrur til að lifa, en mannslíkaminn býr reyndar til flestar af þeim sjálfur úr öðrum, svokallaðar lífsnauðsynlegar amínósýrur Af þessum 20 amínósýrum eru 9 amínósýrur sem eru LÍFSNAUÐSYNLEGAR, án þeirra getur líkaminn ekki myndað prótein til endurnýjunar á líkamanum og þá deyr líkaminn.

Ekki lífsnauðsynlegar amínósýrur:
Alanine, Arginine, Asparagine, Aspartic Acid, Cysteine, Glutamic Acid, Glutamine, Glycine, Proline, Serine, Tryosine

Lífsnauðsynlegar amínósýrur:
Histidine, Isoleucine, Leucine, Lysine, Methionine, Phenylalanine, Threonine, Tryptophan, Valine

Á umbúðum fæðubótaefna eru oft taldar upp amínósýrur sem eru í efninu, best er auðvitað að hafa allar lífsnauðsynlegar amínósýrur í efninu, og einnig aðrar amínósýrur.



PRÓTEIN ÚR MISMUNANDI ÁTTUM

Prótein koma úr tveimur áttum, dýraríkinu og plönturíkinu. Bestu próteinin koma úr dýraríkinu.

Úr dýraríkinu koma prótein úr eggjum, kjöti, mjólk o.fl. En úr plönturíkinu koma prótein úr hnetum, baunum, sojabaunum o.fl.

Prótein úr plönturíkinu innihalda ekki allar lífsnauðsynlegar amínósýrur, þess vegna verða sumar grænmetisætur fyrir prótein-skorti svokölluðum. Nauðsynlegt er að fá prótein einnig úr dýraríkinu, hvort sem það er í formi dufts eða kjöts.

Á umbúðum fæðubótarefna eru sagt frá hverskonar prótein eru í duftinu. Mysuprótein (Whey) eru þau bestu og eru þau í bestu og dýrustu fæðubótarefnunum. Ódýr fæðubótaefni innihalda oft sojaprótein, en þau eru ekki í uppáhaldi hjá líkamanum.



HREINLEIKI PRÓTEINA

(“Concentrate, Isolate, Microfiltration, Cross Microfiltration, Ion Exchange, Hydrolyzed o.s.frv.”)

Allir þessir fæðubótaefnaframleiðendur segjast vera með bestu og hreinustu prótein, allt að 20 sinnum betri o.þ.h.

Hreinustu próteinin eru í raun þau bestu, en einnig dýrust. Það fer eftir fjárhag hvers og eins hversu hreint prótein er keypt.

Concentrate (lakasta aðferðin):
Prótein sem hafa verið þurrkuð í miklum hita. Þetta er ódýrasta hreinsunin, og sú lélegasta (miðað við aðrar). Fita, laktósi og önnur óhreinindi koma með þessum próteinum. Þessi prótein eru ofast um 60-70% hrein prótein.

Isolate (ágætis aðferð):
Prótein sem hafa verið hreinsuð í vatns- eða alkahól þvotti, eða með einhverskonar jónuhreinsunartækni. Tilgangurinn er að aðskilja fitu og kolvetni frá próteinunum. Vatnsaðferðin er ódýrust, en jónushreinsunartæknin er dýrust. Isolate prótein eru oft á viðráðanlegu verði og góður kostur. Þessi prótein eru oftast um 90-95% hrein.

Microfiltration og Cross Microfiltration:
Þetta er ekkert annað en slyngur um hverskonar sía var notuð til að hreinsa próteinin. Engin stórkostleg leyndarmál hér.

Ion Exchange (Sú besta)
Allar sameindir hafa jákvæðar eða neikvæðar hleðslur. Þær sameindir sem eru í próteinunum eru síaðar út og aðskilur þær frá öðrum sameindum sem byggja upp fitu, kolvetni o.fl. Þetta er hreinasta próteinið og jafnframt það dýrasta, sem er á almenna markaðnum.

Hydrolyzed (Langbesta):
Ég ætla ekki að fara mikið í að útskýra hvernig þessi hreinsunaraðferð virkar, hún er flóknasta, dýrasta og í raun óþörf. Spítalar nota stundum prótein sem eru hreinsuð svona, og þá aðallega ef þú ert virkilega veikur og líkaminn hefur ekki burði til að hreinsa próteinin og brjóta niður úr fæðunni sjálfur. Það er í raun búið að (einskonar) “melta” þessi prótein fyrir þig, þannig að líkaminn vinnur mjög hratt úr þeim.
Sumir fæðubótaefnaframleiðendur setja smávegis af þessum próteinum í duftið sitt, bara rétt nóg til að geta auglýst það á umbúðunum.




Ég persónulega vel Whey Isolate prótein, fínn og ódýr kostur fyrir meðaljóninn. En auðvitað geta allir fengið sín prótein úr fæðunni, gott er að borða Skyr til að fá mysuprótein.


(Ath. það geta verið villur í greininni að ofan, þetta er byggt á minni mínu og greinum úr mörgum áttum. Engin trygging fyrir að þetta sé allt rétt).